Tumgik
bonaparte-is · 10 years
Text
Rán Flygenring
Rán Flygenring er myndskreytir og grafískur hönnuður með vinnustofu sem á sér engan fastan samastað.
Á ferð og flugi Ég hef í nokkur ár unnið sem sjálfstætt starfandi teiknari og fyrir tveimur árum ákvað ég að athuga hvort ég gæti unnið og ferðast samtímis. Ég flutti út úr íbúðinni minni og fór til Japan. Ég var minnst hrædd um að geta ekki skilað af mér þeim verkefnum sem ég myndi taka að mér, en var ekki viss um hvort mér tækist að halda í kontakta og fá ný verkefni - ég reiknaði með því að fólk myndi síður vilja vinna með einhverjum staðsettum hinumegin á hnettinum. Það reyndist ekkert vandamál og teiknireksturinn hélst nokkurnveginn óbreyttur. Síðan þá hefur þetta fyrirkomulag hentað mér óskaplega vel, klukkustundirnar nýtast til fulls, ég næ góðri einbeitingu og innblásturinn kemur úr öllum áttum. Auk þess þarf ég næstum aldrei að mæta á fundi eða tala í síma.
Einmitt núna er ég stödd í bænum Røros í Noregi. Ég er hálfur Norðmaður og á fjölskyldu hér sem ég heimsæki reglulega. Þar á undan var ég í nokkra mánuði á Ítalíu, heimsótti Ísrael, fór þaðan til Svíþjóðar og að lokum Noregs – skil eftir mig djúp kolefnisfótspor er ég hrædd um.
Ég get unnið nokkurnveginn hvar sem er, svo lengi sem ég hef aðgang að interneti og rafmagni. Það finnur maður um allan heim á misglæsilegum kaffihúsum, lobbíum, gistiheimilum og hjá vinum. Það er klárt mál að ég get ekki sett miklar kröfur um vinnufrið, skrifstofustóla né nothæf ljósaborð, það fellur undir málamiðlanir ferðaskrifstofunnar.
Ströng pökkunarsía og skipulag Það gilda strangar og sérvitringslegar reglur um ferðatöskuna mína og innihald hennar - kannski í mótvægi við allt óviðráðanlega skipulagsleysið utan hennar. Ofaní ferðatöskuna fer ekkert án þess að komast í gegnum stranga pökkunarsíu. Pökkunarkerfið er mjög útpælt en það felst í stuttu máli í því að nota mikið magn af allskonar taupokum, leðurbuddum og -pokum. Þannig getur maður pakkað upp og ofan í ferðatöskuna á augnabliki - svolítið einsog afbyggð kommóða. Ég reyni samt að taka sem minnst með mér. Það getur stundum verið erfitt velja og hafna.
Það sem er mest notað og á alltaf fastan stað í töskunni eru teikniverkfærin, skanni, vel valinn pappír og tölvan. Svo er ég líka alltaf með rúllu af mjóu, brúnu málningarteipi. Tilhugsunin um að vera án þess er einhvernvegin svo skelfileg að ég passa alltaf uppá að hafa það. Sem er alveg fáránlegt í ljósi þess að að ég nota það næstum aldrei. Svo er ég alltaf með ágætt úrval af bréfaklemmum og -spennum og svo tvö eða þrjú boxy-strokleður, eitthvað sem ætti líklega ekki að komast í gegnum hina ströngu pökkunarsíuna, en gerir einhvernveginn alltaf. Einn hlut vantar síendurtekið á vinnustofuna og það er ljósaborð. Þann dag sem ferðaljósaborð bætist við stofuna verður safnið fullkomnað, eða svo gott sem.
Ólíkar og misgóðar vinnuaðstæður Vinnustofan hefur slegið sér niður á mörgum fallegum og misgáfulegum stöðum. Oft er skrifborðsúrvalið ekkert ógurlega mikið og þá lendir maður einhversstaðar á horni á skökkum barstól með sólina í augun, sósusull á tölvunni og viftu sem blæs öllum blöðum í burtu.
Ein af mínum bestu ferðavinnuminningum er frá Darjeeling á Indlandi. Þar bjó ég í pínulitlu kvistherbergi á tíbetsku gistiheimili sem ég stalst til að endurinnrétta svo að ég gæti setið og unnið með útsýni niður fjallshlíðar Himalaya. Úti var ekkert of mikið um að vera og öll ljós slökkt klukkan átta. Niðurstaðan var fullkominn vinnufriður.
Stundum dreymir mig um vinnustofu þar sem ég get lagt frá mér hluti lengur en í nokkra klukkutíma, þar sem ég get tyllt bókum í hillu, hengt upp teikningar og gert það sem fólk á vinnustað finnur uppá, árshátíð og jólavinaleiki og þess háttar. En það er líka alveg dæmigert, meðan aðra dreymir um ferðavinnustofu dreymir ferðavinnustofuna um vinnusamastað.
Vinnustofan mín er núna algjör draumavinnustofa nokkurn veginn hvar sem hún staðsetur sig, en það er alltaf best þegar maður getur verið berfættur.
4 notes · View notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Jón Helgi
Vöruhönnuðurinn Jón Helgi býr í 37 fermetra mjög vel skipulagðri íbúð á Skólavörðustíg. Íbúðinni deilir hann alla jafna með kærustunni sinni, Steinunni Völu. Hann er þó einn um fermetrana 37 í bili þar sem Steinunn er við skiptinám í Noregi. Jón Helgi er ekki einungis vöruhönnuður heldur líka meðlimur í hljómsveitunum Sing for me Sandra og Ultra Mega Technobandið Stefán.
Jón Helgi er tæplega einn og níutíu á hæð.
Örsmá útidyrahurð Við fluttum inn í janúar eftir að hafa leitað að íbúð síðan um jólin. Þessa fann ég á bland.is og fékk að taka hana samdægurs. Leigjandinn nennti ekki að standa í því að leita að íbúum. Íbúðin er bara 37 fermetrar en er rosalega vel skipulögð þannig að maður finnur ekki mikið fyrir því. Það er eiginlega hugsað fyrir öllu hérna. Sem dæmi má nefna plötuna sem er sett yfir helluborðið þannig að auka borðpláss myndast í eldhúsinu. Það er líka mjög hátt til lofts hérna þannig maður verður lítið sem ekkert var við að þetta sé kjallari. Útidyrahurðin er afskaplega smá. Það var til dæmis alveg hræðilegt vesen að koma ísskápnum hérna inn. Ekki það að ég hafi þurft að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því. Ég var með þursabit í bakinu þegar við fluttum inn og gat mig hvergi hrært. Pabbi og félagi minn sáu því um að flytja dótið fyrir mig. Ég reyndi bara að verkstýra þeim eftir bestu getu.
Kirkjuklukkur og ferðatöskur Staðsetningin er frábær. Við erum mjög nálægt Hallgrímskirkju en ég er eiginlega hættur að heyra í kirkjuklukkunum. Fyrst var ég mjög meðvitaður um þær, en það var bara fínt vegna þess að þá vissi ég alltaf sirka hvað klukkan var. Svefnherbergið er upp við götuna en djammið hefur ekkert raskað ró minni á næturnar. Það eru aðallega túristar í leit að hótelum snemma morguns með ferðatöskur á hjólum sem að vekja mann.
Ég var eitthvað að gæla við þá hugmynd að grilla í sumar en hætti snarlega við þegar ég áttaði mig á því að ég myndi bókstaflega þurfa að grilla á Skólavörðustíg, fyrir gesti og gangandi.
Skemmtari í stofunni Afi Steinunnar gaf mér skemmtarann. Hann vildi að skemmtarinn kæmist í not og að einhver tónlistarmaður myndi fá hann. Sem er svolítið fyndið af því Steinunn er mun meiri tónlistarmaður heldur en ég. Svo spila ég heldur ekki á píanó eða orgel en planið er að læra á hann á meðan hún er í skiptinámi og halda svo tónleika.
Grafík verkið fyrir ofan skemmtarann er eftir Þorleif vin minn og úlfurinn í eldhúsinu eftir Einar Guðmundsson.
Það er kannski ekki beint pláss til þess að vera að vinna mikið hérna heima þannig að ég er með vinnustofu á Laugavegi. Vinnustofunni deili ég með Þórunni Árnadóttur, Stefáni Pétri og Baldri Helga. Ég vinn sjálfstætt núna og nýlega var ég að vinna að umbúðunum fyrir Norðursalt.
Ég er því miður ekki með neitt af mínum verkum hérna inni fyrir utan stólinn inní stofu sem er smíðaður úr tveimur stólum úr Góða Hirðinum. Ég ætlaði að vera með Jónófón en klikkaði á því. Jónófón er útskriftarverkefnið mitt úr vöruhönnun í Listaháskólanum og er plötuspilari úr pappa og krossvið sem eigandinn setur sjálfur saman. Hann er meðal annars búin að vera til sýnis í Fritz Hansen verslun sem var opnuð í Mílanó á seinasta ári en er enn sem komið er ekki í almennri sölu.
Kaffivélin er ómissandi Uppáhaldshluturinn minn hérna heima er kaffivélin. Það tók smá stund fyrir okkur að læra á hvort annað, en eftir smá aðlögun og æfingu er hún orðin ómissandi hluti af heimilinu. Ég get eiginlega ekki hugsað mér að fara út í daginn án þess að fá mér kaffi. Það tekur mig samt allavega svona hálftíma á hverjum morgni að fá mér morgunmat.
Slökkvitækið er að sjálfsögðu á góðum og áberandi stað. Það er líka mjög stórt. Jafnvel fullstórt fyrir þessa litlu íbúð. Nágrannarnir þurfa allavega ekki að hafa áhyggjur ef það kveiknar í hjá þeim, ég gæti sjálfsagt tekið að mér slökkvistörf í öllu húsinu.
Baðherbergið er pínu fyndið. Pípurnar eru svolítið sveitalegar. Þær venjast samt furðu vel og eru ekki beint ljótar. Kannski meira að segja bara smá karlmannlegar. Trappan inni á baði er hugsuð til þess að minnka slysahættuna sem skapast af þessum gríðarháa sturtubotni. Hún er í raun nauðsynlegt til þess að hægt sé að komast í og úr sturtu. Það væri hræðilega leiðinlegt að detta úr sturtunni og þurfa að kalla eftir hjálp. Sérstaklega núna þegar ég er einn hérna. Svo er baðherbergishurðin líka mjög dyntótt. Baðherbergið er því í raun ein allsherjar slysagildra og það þarf töluvert hugrekki til að hætta sér þangað inn.
Hillan á gólfinu er eftir Védísi systur Steinunnar, en hún var einmitt að byrja í vöruhönnun í haust.
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Auður & Gunnar
Myndlistarkonan Auður og bardagakappinn Gunnar búa saman í leiguíbúð í vesturbænum, aðeins steinsnar frá Mjölniskastalanum sem er afar hentugt því þar eyða þau bæði miklum tíma.
Við erum rúmlega eina mínútu að rölta í Mjölni, þannig að staðsetningin hafði töluverð áhrif. Við eigum langflest húsgögnin. Það var eiginlega ekkert sem fylgdi með íbúðinni og við erum búin að vera að byggja upp búslóð hægt og rólega. Það tekur auðvitað tíma og það er ekki alltaf hægt að kaupa það sem mann langar allra mest í. Við máluðum nánast alla íbúðina upp á nýtt. Hún var öll í frekar dökkum litum og það tók alveg þrjár umferðir að þekja þetta allt. >Það er auðvitað mismunandi hvað við erum mikið heima. Yfirleitt er frekar mikið að gera hjá okkur. ![](http://i.imgur.com/HQY3y9P.jpg) ![](http://i.imgur.com/ccoGogf.jpg) Auður var í New York og Mexíkó í nokkra mánuði í starfsnámi hjá myndlistarmanninum [Spencer Tunick](http://www.spencertunick.com). Ég keypti slatta af dóti þegar ég var í Mexíkó. Til dæmis rúmteppið og allskonar skraut sem sést hér upp um alla veggi. Ég keypti líka svona partý fána en svo hugsaði ég með mér að það væri kannski fullmikið af því góða að fara að setja þá upp. Maður má ekki alveg mexíkóa yfir sig. Eiginlega allt skrautið sem er hérna er frá mér. Ég sé soldið um þá hliðina á heimilinu, Gunni er töluvert afslappaðri yfir því. Hann fílar þetta samt alveg. ![](http://i.imgur.com/5tqtOhI.jpg) Gunni á hljóðfærin, Auður listaverkin. Gunni á öll hljóðfærin. Gítar, hljómborð, gong, ukulele og svo spilar hann á [didgeridoo](http://en.wikipedia.org/wiki/Didgeridoo). Ég á listaverkin. Ég er að reyna að hafa soldið mikið af list á veggjunum, finnst samt einhvern veginn aldrei vera nóg. Maður er ósjálfrátt orðinn smá safnari. Ég er með geymslu í vinnunni hans pabba þar sem ég geymi eitthvað af mínum verkum, en er svo að leita mér að vinnustofu. Maður gerir eitthvað verk en þarf svo að setja það í geymslu af því að það tekur svo mikið pláss. Það er pínu sorglegt. Skenkinn erfði Auður frá langömmu sinni. Nánari upplýsingar um verkin á veggnum er hægt að fá með því að færa bendilinn yfir myndina. >Lampinn er eftir [Helga Þórsson](http://flavors.me/helgithorsson). Ég verð alltaf ánægðari og ánægðari með hann. ![](http://i.imgur.com/yQfcz6V.jpg) Það er mikið af dóti úr Góða Hirðinum hérna. Salatskálin er einmitt nýfrelsuð þaðan. Hún er frábær. Það er svo gaman að fara þangað og gramsa og auðvitað extra gaman þegar maður finnur eitthvað fínt. Eldhúsinnréttingin er frekar krúttleg, eldavélin er til dæmis með þremur hellum. Hún er öll upprunaleg og við höfum ekkert gert við hana. ![](http://i.imgur.com/iPMb4or.jpg) ![](http://i.imgur.com/LORs86x.jpg) >Rúmteppið er frá Mexíkó og hnötturinn var afmælisgjöf til Gunna. Ég fékk hann í [Húsi Fiðrildanna](https://www.facebook.com/pages/Hús-Fiðrildanna/104071719685553). Ég sá reyndar eftir á að hann er á frönsku, það er kannski bara allt í lagi. Stafurinn á veggnum er listaverk eftir Gunna sem hann gerði fyrir sýningu sem ég var með á Akureyri. Hann gerði líka nokkrar teikningar. Mig langar til að ramma þær inn en hann er kannski ekki alveg jafn spenntur fyrir því. ![](http://i.imgur.com/PqH6K3E.jpg) ![](http://i.imgur.com/3nPvp1k.jpg) Hillan er keypt í [Mai Thai](https://www.facebook.com/pages/Mai-Thai/133533543364079) við Hlemm en hauskúpan kemur alla leið frá Mexíkó. Á skenknum sést líka glitta í part af steinasafni Auðar. Í speglinum speglast málverk eftir hana sem gert er upp úr teikningu eftir Gunna. Ísbjarnarstyttan í glugganum er erfðagripur frá ömmu hans Gunnars og skúlptúrinn er eftir Leif Ými. ![](http://i.imgur.com/euOjbE0.jpg)
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Original Melody & Klængur
Helgi Pétur Lárusson/Fonetik Simbol, Ívar Schram/IMMO, Ragnar Tómas Hallgrímsson/Charlie Marlowe og Þór Elíasson/Sub-K skipa bandið Original Melody sem hefur verið starfandi frá árinu 2002 og gefið út tvær breiðskífur, Fantastic Four (2006) og Back & Fourth (2010). O.M. eru með stúdíó í miðbæ Reykjavíkur en plássinu deila þeir með myndlistarmanninum Klæng Gunnarssyni.
Rýmið var áður augnlæknastofa, þess vegna er allt hvítt. Í húsinu eru fleiri vinnustofur og stúdíó lista- og tónlistarmanna. Í gamla daga vorum við í bílskúrnum hjá foreldrum Helga en svo með tíð og tíma urðum við víst fullorðnir og þurftum að finna okkar eigið húsnæði og duttum niður á þetta. Við vorum fyrst og fremst heppnir. Plássið hentar okkur vel, staðsetningin er góð og leigan sanngjörn. Klængur er myndlistarmaður og kom hingað inn fyrir rúmum tveimur mánuðum. Hann er að reyna að komast í bandið, það er enn verið að hæfnismeta hann. Ljósmyndin af trompetnum er eftir hann.
Við í O.M. erum búnir að vera hér í þessu rými í rúmlega eitt ár, en þegar við fengum þetta pláss var það alveg tómt. Það var kannski töluvert fínna hér fyrir nokkrum mánuðum. Svo hefur þetta soldið dottið niður í orðsins fyllstu merkingu, en eggjabakkarnir hafa svolítið verið að hrynja úr loftinu og af veggjunum. Það er samt ekkert sem ekki má laga og við förum að henda þessu upp aftur bráðlega. Við borðuðum alls ekki öll þessi egg þó egg séu afskaplega holl. Félagi okkar er að vinna á grænmetislager og útvegaði okkur stafla af þessum bökkum. Þó þeir séu auðvitað fyrst og fremst smart þá hafa þeir einnig hagkvæmt gildi og hljóðeinangra rýmið.
Silfraða efnið í einangrunninni er í uppáhaldi. Það hefur engin sérstök áhrif á sándið en gerir því meira fyrir sálarlífið. Nokkra veggina fóðruðum við með svampdýnum til hljóðeinangrunnar og klæddum þær svo með afgangs efnisbútum sem við fengum gefins. Litunum var þó ekki raðað upp af tilviljun því Ívar hefur soldið verið að stúdera litafræði og reyndi eftir fremsta megni að spegla litina í gólfmottunum. Þetta er allt mjög útpælt hjá okkur og gert til þess að hafa örvandi áhrif á sköpunargáfuna.
Bongótrommurnar eru ekki bara til skrauts heldur notum við þær líka. Gólfmotturnar erum við með í láni hjá foreldrum Ragga. Það er mikilvægt að vera með eitthvað á gólfinu þegar við erum að taka upp til þess að losna við bergmál og önnur óæskileg hljóð.
Helgi á vínilsafnið. Þetta er þó einungis brot af öllu safninu hans, restin er heima. Við erum mismikið hérna. Það fer algjörlega eftir því hvað er mikið að gera og svona. Klængur hefur verið mjög öflugur eftir að hann kom hérna og heldur lífi í þessu.
Sem stendur eru O.M. að vinna að plötu sem gefin verður út í fjórum pörtum eða í formi fjögurra smáskífa. Fyrsta smáskífan, Apollo Sessions, er komin út og hægt er að hlaða henni niður fríkeypis á vefsíðu O.M. Hinar þrjár smáskífurnar eru væntanlegar og hægt er að fylgjast með fréttum bæði á Facebook og heimasíðunni okkar.
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Júlía & Hugi
Júlía byrjar í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands í haust en Hugi er að klára tölvunarfræði í Háskóla Íslands og vinnur jafnframt sem vefhönnuður. Þau búa saman í tveggja hæða íbúð á Skarphéðinsgötu þar sem eru allskonar mismunandi gólfefni og lífrænn matjurtargarður á svölunum
Nánast engu hefur verið breytt frá byggingu Við fundum íbúðina í auglýsingadálknum á Uglunni. Þá voru hér þrír aðrir leigjendur sem með tímanum fluttu allir út. Eftir að þeir fóru fengum við tvo vini okkar hingað inn en þeir eru núna fluttir út vegna þess að þeir eru að fara í sirkusskóla. Það hefur mjög lítið verið gert eftir að húsið var byggt og langflest er upprunalegt, eins og til dæmis veggfóðrið í stofunni og eldhúsinu. Það eru líka mismunandi gólfefni í nánast hverju einasta herbergi. Allt frá spánýju parketi til gamaldags linoleum dúks. Foreldrar þeirra sem eiga húsið byggðu það og barnabarn þeirra býr hér á hæðinni fyrir neðan. Vinir okkar hafa sumir gert grín að litaröðuðu bókahillunni. Þetta er kannski ekkert sérstaklega praktískt skipulag. Kjölurinn er oft ólíkur framhlið bókarinnar þannig að það getur stundum verið erfitt að finna það sem maður er að leita að.
Á milli stofanna tveggja var veggur. Hann skipti þeim upp í tvö rými svo að hægt væri að nýta aðra sem leiguherbergi. Við tókum hann niður og það munar rosalega miklu. Gerir rýmin mun bjartari og þau nýtast miklu betur. Í annarri stofunni erum við með tvö góð skrifborð og vinnuaðstöðu. Það er rosalega þægilegt þar sem við vinnum töluvert heima. Myndin fyrir ofan skrifborðið er eftir myndlistarkonuna Jónu Hlíf.
Búslóðinni höfum við sankað að okkur héðan og þaðan. Frá foreldrum, úr geymslum og allskonar.
Hansahillurnar voru í einhverju af herbergjunum á efri hæðinni en við færðum þær niður í stofu. Þær fylgdu eiginlega bara húsinu. Bókunum sem raðað er í þær erfði Júlía eftir afa sinn.
Orgelið virkar vel fyrir utan nokkrar falskar nótur. Foreldrar Huga leigðu út íbúð og einn leigjandinn skildi orgelið eftir þar og hann fékk að hirða það. Hugi spilar á það annað slagið, hljómurinn úr því er skemmtilegur en það er svolítið hávært. Við hliðina á því er undarlegt skot sem erfitt er að sjá not fyrir. Hvað það hefur verið notað í vitum við enn ekki, en það er að minnsta kosti ljósapera þar inni svo hægt er að lýsa það upp.
Pabbi vinar okkar var búinn að koma af stað svaka lífrænni ræktun en þurfti svo að fara í nokkra vikna vinnuferð til Grænlands. Við ættleiddum plönturnar. Ræktunin hefur bara gengið ágætlega, það er sumt búið að deyja en alls ekki allt. Basilplönturnar eru í stofunni og nokkrum öðrum sólríkum gluggum í íbúðinni en restin er á svölunum uppi. Þar erum við með jarðarberjaplöntur og allskonar krydd. Það er smá tilraunastarfsemi í gangi með rófurnar en pak choi salatið vex allavega mjög vel.
Stiginn er eins og svo margt annað í íbúðinni í upprunalegu standi. Það er gaman að það skuli hafa verið haldið í hann. Skotið undir honum er líka skemmtilegt – við vorum einu sinni með síma þar.
Eldhúsið er eins og restin af íbúðinni mest allt upprunalegt. Spegillinn og tilgangur hans fyrir ofan vaskinn er smá ráðgáta. Innréttingin er væntanlega frá 1930 og eitthvað. Hún er mjög lág og maður fær alveg illt í bakið við það að vaska upp. Áður en við settum upp þurrkgrindurnar þurftum við alltaf að vera tvö að vaska upp og þurrka vegna þess að plássið var svo óhentugt. Þetta er miklu þægilegra svona.
1 note · View note
bonaparte-is · 11 years
Text
Kristjana & Fritz
Laganeminn Kristjana Fenger og listneminn Fritz Hendrik búa saman í kjallaraíbúð við Öldugötu. Þau fluttu inn í byrjun júní en voru búin að koma sér vel fyrir fyrsta kvöldið.
Við viljum bæði hafa heimilislegt í kringum okkur og vorum því langt fram á nótt fyrsta daginn að raða og stússast. Ég er krabbi og þarf rosalega mikið að vera heima en Fritz er meyja þannig það þarf allt að vera í toppstandi. Við vorum pínu stressuð áður en við fluttum inn saman afþví við höfum svo rosalega ólíkan stíl. Fritz er með dekkri og drungalegri stíl, ég er rómantískari. Við vorum því ekki alveg viss um hvernig þetta myndi koma út, en þetta hefur bara blandast vel. ![](http://i.imgur.com/FJm6zgZ.jpg) Áður en við fluttum niður bjó ég á efri hæðinni í tvö ár með fjórum vinkonum mínum. Mér fannst svo yndislegt að búa í þessu húsi og við erum með svo frábæra leigusala sem búa hérna á efstu hæðinni. Þau heita Þóra og Sumarliði. Ég var bara ekki tilbúin til þess að sleppa einhverjum sem heitir Sumarliði út úr lífi mínu svo við ákváðum að athuga með þessa íbúð. Fritz bjó á Grjótagötunni með foreldrum sínum áður en við fluttum inn saman. Hann flutti yfir götuna og ég niður um hæð, við vorum þessvegna alveg ótrúlega afslöppuð með flutningana. Ég pakkaði til dæmis varla neinu niður í kassa og fór næstum því með hvern og einn stakan hlut á milli hæða. Ég var líka með alveg ótrúlegar harðsperrur eftir þetta. ![](http://i.imgur.com/5aqj11f.jpg) ![](http://i.imgur.com/MPp9MBv.jpg) Allar innréttingarnar fylgdu með íbúðinn, sem var bæði kostur og galli. Við áttum ekkert gríðarlega mikið af mublum sjálf og þessvegna var mjög þægilegt að fá til dæmis eldhúsborðið. Við skiptum svo bara út þeim mublum sem við áttum og fengum að setja það sem ekki passaði í geymslu. Ofninn er frábær og er næstum því eins og mubla útaf fyrir sig, það er þó ögn kvíðvænlegt að hugsa til þess að það þurfi bráðum að þrífa hann. Það er mjög stutt síðan við fengum sófann í stofuna. Áður en við fengum hann vorum við með tvo stóla í kringum stofuborðið. Það skapaði smá svona biðstofustemmingu og okkur fannst viðeigandi að hengja þessa læknamynd sem Fritz málaði á vegginn fyrir ofan. Hún er lauslega byggð á ljósmynd frá 1961 af lækninum [Leonid Rogozov](http://en.wikipedia.org/wiki/Leonid_Rogozov) sem þurfti að framkvæma botnlangaaðgerð á sjálfum sér. Nánast allar myndirnar á veggjunum eru eftir [Fritz](http://www.fritzhendrik.tk). ![](http://i.imgur.com/oN4AMpH.jpg) Við eigum tvo ketti, Baldur er eldri og hann er með ljósan feld. Gréta er unglingur og er mjög lítið heima. Hún er með dökkan feld. Þetta er mjög ópraktískt, það er bara allt loðið alltaf og við erum alltaf að rúlla okkur sjálf og allt hérna inni. Maður getur samt ekki áfellst þessar elskur, þau eru bæði yndisleg. ![](http://i.imgur.com/EEZy1ma.jpg) ![](http://i.imgur.com/ci1FQRP.jpg) Uppáhaldhlutur Kristjönu er rýjateppið sem afi hennar gerði en uppáhaldshlutur Fritz er geislasverð úr Nexus Afi var enginn handverksmaður en hann fótbrotnaði eitt sumarið og ákvað þá að læra að gera rýjateppi. Það var alltaf heima hjá ömmu og afa. Við kunnum mjög vel við teppið, stofan fer ósjálfrátt í áttunda áratugs þema. Stellið fengum við frá foreldrum Kristjönu. Þau fengu það í brúðkaupsgjöf árið 1980. Með því fylgdu tvö sykurkör og tarína. Það kemur skemmtilega út með teppinu og alveg óvart erum við komin með einhvern svaka stíl. >Geislasverðið er nördagripurinn á heimilinu en það gefur hvorutveggja frá sér ljós og hljóð. Það er nú eiginlega fallegra sem stofustáss og standurinn fylgdi með því. Utan á kassanum er tekið skýrt fram að þetta sé „adult collectible“ – ekki leikfang. Við höldum líka töluvert uppá ópraktískasta fataskáp í heimi. Hann fylgdi með íbúðinni og er rosalega fallegur en það er mjög erfitt að geyma fötin í honum. Það er eiginlega næstum því ómögulegt að koma fötum inní hann. ![](http://i.imgur.com/iH3jkYb.jpg) ![](http://i.imgur.com/FXu8Aey.jpg) Borðofninn í eldhúsinu er frekar fyndinn. Þegar það er kveikt á honum virkar bara önnur hellan. Það er samt eitthvað við svona hluti sem eru með karakter, manni fer að líða eins og maður þekki þá persónulega. Kunni svona svolítið á þá, það er eitthvað kósý við það. ![](http://i.imgur.com/DI93NcP.jpg) Kristjana vann í Mýrinni í vetur með skólanum og sankaði þá að sér allskyns fallegum munum. Þessi [Þóru Finns](http://www.finnsdottir.dk/) vasi er rosalega fallegur, það gefur manni eitthvað svo mikið af hafa fallega muni í kringum sig. Uglurnar urðu allt í einu óvart að einhverju svona lúmsku safni. Stærri uglan er flauta sem keypt var í hljóðfærabúðinni á Klapparstíg. Við erum hrifin af því að vera ekki alltaf að kaupa nýtt heldur blanda saman og nýta. Ég er með svolittla áráttu fyrir því að eiga sem minnst af hlutum svo að það verði ekki hægt að grafa upp öll mín dýpstu leyndarmál eftir mína daga. Ég er alltaf að henda og taka til. Seinna sé ég stundum eftir hlutunum sem ég hef hent. Ég kalla þetta Fenger-shui. ![](http://i.imgur.com/c9erR6q.jpg) ![](http://i.imgur.com/Qm4doSP.jpg) Baðkarið er í einhverskonar dvergaútgáfu. Það er svolítið fyndið en það er alveg hægt að fara í bað í því. >Garðurinn á bakvið húsið er alveg yndislegur og glugginn inní svefniherbergi sem vísar út í hann er eitt uppáhalds einkenni íbúðarinnar. Það er alveg dásamlegt að vakna á morgnanna og líta út um hann, manni líður eins og maður sé staddur í aldingarði. ![](http://i.imgur.com/JCINBZB.jpg)
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Hakan
Í Balat hverfi, í gamla borgarhluta Istanbúl, leigir ungi arkitektinn Hakan út íbúðina sína til ferðamanna. Hann hefur sjálfur unnið hörðum höndum við að gera hana upp, meðal annars slípað og pússað gólfin sem eru upprunaleg.
Húsið er á sex hæðum með eitt herbergi á hverri hæð, en slíkt skipulag er algengt á þessu svæði og veldur því að íbúðirnar verða fremur ílangar. Í kjallaranum er stórt sturtuherbergi með baklýstum marmaravegg. Reyndar er marmari eitt helsta efnið sem notað er í húsinu en allir fjórir baðherbergisvaskar hússins eru úr marmara.
Gengið er inn í húsið á fyrstu hæð og inn í nokkurs konar setustofu með tveimur spilakössum, en þar geta gestir spilað Street Fighter 2. Spilakassana fann Hakan á markaði í hverfinu.
Á annarri hæðinni er sameiginlegt eldhús og borðstofa. Einn veggur herbergisins hefur verið málaður svartur og þjónar hlutverki krítartöflu þar sem vinir og gestir mega skilja eftir skilaboð. Góður vinur Hakans krítaði nákvæma eftirmynd af Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo Da Vinci en það er eini hluti veggjarins sem ekki má þurrka út eða kríta yfir. Stórt og voldugt borðstofuborðið hentar sérstaklega vel til að setjast niður með vinum yfir vínflösku og tyrkneskum ólífum.
Í hjónaherberginu á fimmtu hæð er stafli af gömlum ferðatöskum sem einnig nýtist sem heillandi geymslupláss.
Tvöfaldi ketillinn kallast çaydanlık og er sérstaklega hannaður til að útbúa çay, tyrkneskt te. Það er svo borið fram í litlum ávölum glösum sem minna helst á stundarglas, ásamt litlu sigti.
Öll ljós í húsinu eru hönnuð og búin til af Hakan sjálfum. Þau eru öll frekar stílhrein og einföld, flest samsett úr berum ljósaperum og snúrunum raðað á skemmtilegan hátt. Ljósið í eldhúsinu er svolítið flóknara en það er búið til úr kopar og ljóspípum, settum saman í geómetrískt form.
Hringlaga stiginn, sem einnig er upprunalegur, tengir saman hæðirnar sex. Þar hefur verið komið fyrir ílöngum pípuljósum sem passa furðu vel inn í gamaldags umgjörðina.
Á efstu hæðinni er lítil stofa með arinn og aðgang að helstu perlu byggingarinnar, veröndinni á þakinu. Nýstárlegur stigi úr krossvið liggur upp að útganginum en á hliðunum er hægt að draga út rúmgóð geymsluhólf. Af þakinu gefur að líta stórkostlegt útsýni yfir alla Istanbúl en þar er gott að slappa af eftir langan dag í iðandi borginni.
1 note · View note
bonaparte-is · 11 years
Text
Bjössi
_Tölvunarfræðingurinn Björn Elíeser býr í risíbúð í Vesturbænum. Hann starfar hjá tölvuleikja-framleiðandanum Plain Vanilla, safnar öllu mögulegu og er mikill áhugamaður um eldamennsku og ísgerð._ ![](http://i.imgur.com/HIDHGlp.jpg) Brynjan er úr áli og er því furðu létt. Það tók mig um þrjú ár að gera hana en ég horfði á mikið magn af heimildarmyndum og þáttum á meðan ég vann hana. Aðallega vegna þess að það tók töluverðan tíma að safna dósaflipunum, þeir koma mikið til úr vísindaferðum. Ég sá á netinu að það var hægt að gera svona og ákvað að slá til. Ég hugsa að það væri hægt að gera geðveikan kjól úr þessu, það myndi þó taka gríðarlega langan tíma. Það að vinna flipana var í raun tímafrekast, þrífa þá og beygja þannig þeir myndu leggjast saman. Ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við hana núna þegar hún er tilbúin. Kannski hengi ég hana uppá vegg, kannski get ég selt hana til Egils? ![](http://i.imgur.com/tpwkc9m.jpg) >Ég fór í eitt ár í skiptinám til Japan, en áhuginn á teiknimyndasögum byrjaði löngu áður. Hann er meðal annars ástæða þess að ég byrjaði að vinna í Nexus. Safnið er orðið mjög stórt og dreifist á milli herbergja, hluti í stofunni og annað eins inni í svefnherbergi. Mér finnst mjög gaman að elda og ég á mikið af kokkabókum. Ég á ekki neinn sérstakan uppáhaldsmat þó að japanski maturinn eigi alltaf stað í hjarta mínu. Við vinirnir reynum að koma saman og elda eitthvað japanskt sem við borðuðum þegar við vorum útí í skiptináminu. Um daginn gerðum við chicken yakitori spjót. Borðspilin eru orðin ansi mörg en þau eru öll frekar löng, allt frá 8 til 12 klukkustundir í spilun. Ég hef spilað þau öll, mismikið samt. ![](http://i.imgur.com/BBmCxT0.jpg) Ljónaljósið fann ég í Góða hirðinum og fannst það svo vígalegt að ég gat ekki sleppt því að kaupa það. Ég fór á stúfana að leita mér að ljósum fyrir stofuna og fannst þetta alveg yndislegt, það er svo hallærislegt að það fer eiginlega heilan hring. Stólana og borðstofuborðið fékk ég frá bróður mínum. Hann býr hérna fyrir neðan en þetta er gamla eldhúsborðið hans. Eini ókosturinn er að það er ekki alveg nægilega stórt fyrir stærstu spilin mín. ![](http://i.imgur.com/nPvh3kX.jpg) ![](http://i.imgur.com/j4aUULP.jpg) Ég er búin að lesa allar teiknimyndasögurnar og blöðin, sumt meira en einu sinni, tvisvar eða jafnvel þrisvar. Öll blöðin eru geymd í kössum, það er bara ekkert pláss fyrir þau. Samt hef ég gefið fullt af bókum, til dæmis BUGL og líka meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Ég keypti mér straujárn sérstaklega til að perla, en ég hef bara perlað eina mynd. Næsta verkefni á að vera risastórt krosssaumsverk sem verður sena úr tölvuleik. Það verður líklegast 480x320 krossar en ég nota forrit sem setur þetta upp fyrir mig ef ég hleð bara inn myndinni. Það sparar smá vinnu. ![](http://i.imgur.com/HfaAq7t.jpg) ![](http://i.imgur.com/v3ap5c8.jpg) Svo er ég mikill ísáhugamaður og hef verið að gera ís hérna heima. Ég geri ísinn í Kitchenaid vélinni minni, í stað venjulegrar hrærivélaskálar er sett sérstök ísskál sem að hrærivélin hrærir svo í stanslaust þar til ísinn verður til. Hún þarf að vera í frosti í að minnsta kosti 18 klukkutíma til að ná réttu frostmarki áður en maður notar hana og frostið dugar samt bara í einn skammt af ís. Ég keypti vélina um jólin og er búin að vera að dunda mér í þessu. >Það hafa orðið til allskonar bragðtegundir en einn eftirminnilegasti ísinn var úr lakkrísrót og kaffi. Það hljómar kannski pínu skringilega en var svakalega gott. Fyrst fann maður bara kaffibragð af ísnum og svo hummaði lakkrísbragðið lengi á eftir. Planið er að gera shiitake-sveppaís, ég er sannfærður um að hann sé góður. Ég las líka um daginn um ólífuolíuís sem ég er soldið spenntur fyrir. ![](http://i.imgur.com/O4pjeNv.jpg) ![](http://i.imgur.com/OoQ88KW.jpg) >Einu sinni var ég að safna fullt af steinum en ég er nýbúinn að losa mig við þá. Gaf litlu frænku minni það sem var að byrja sitt steinasafn. Ég á mikið af myndum en vandamálið er að það er svo lítið veggpláss hérna því það er allt undir súð svo það er enn í vinnslu að koma þeim upp. Ég á originlal Star Wars plagat frá Japan en ég þarf að setja nýjan ramma utan um það. Ef ég man rétt að þá var þessi mynd ekki notuð í Bandaríkjunum heldur bara í Japan. ![](http://i.imgur.com/AV9MCRs.jpg) ![](http://i.imgur.com/XYMDJet.jpg) Silfurbikararnir eru frá afa og ömmu og enginn vildi eiga þá, ég held að það sé því enginn hafi nennt að pússa þá. Krókodílahausinn fékk ég í búð í New York sem heitir Evolution. Þar var til dæmis hægt að kaupa loftstein á fimmtíuþúsund dollara. Ég átti annan minni krókódílahaus en hann datt í gólfið og neðri gómurinn brotnaði úr honum. ![](http://i.imgur.com/5BECkRe.jpg)
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Gamli skólinn í Hrísey
Gamla barnaskólanum í Hrísey í Eyjafirði hefur verið breytt í gestavinnustofu fyrir listamenn. Húsið, sem einnig hefur gengt hlutverki sparisjóðs, ber þó enn augljós merki þess að hafa verið skólabygging. Listamenn geta sótt um að dvelja í húsinu í allt að þrjá mánuði í senn. Um þessar mundir deila fjórir einstaklingar rýminu, hjónin Chris Bertholf og Christian Crouch frá Brooklyn, Jessie Beier frá Kanada og Mariana Pita frá Portúgal.
Chris heard about the residency through his friend Anna who was here a year ago and loved it. After hearing this Chris applied the next day. I had wanted to visit Iceland for some time so this sounded like the perfect opportunity for me. My wife, Christian, who is a historian came with me. The residency has flexible rules so you are welcome to bring your partner and children with you. The only thing you cannot bring are your pets. Jessie and Mariana found out about the residency through Res Artis; a worldwide network of residential art programs. Mariana had already been here for a month when we came so she explained how everything worked when we arrived here.
We all go to Akureyri about once a week to get things that are not available in Hrísey. Like art supplies and alcohol. We find the people in Iceland genuinely friendly and nice. The people in Hrísey are especially helpful. They are used to the constant flow of people coming and going so they don’t really come by that often. But they are really friendly if we need to ask about something. One of our guidebooks said that Icelandic people are generally more closed off than people from other parts of the world. In a way I think the people from Iceland and maybe Scandinavians in general are more reserved than people from say, Italy or Spain. It does not mean, however that they are not friendly or helpful. It is just different. They just like to keep more to themselves.
The residency provides peace and quiet, an atmosphere the artists are thankful for.
We all feel the serenity that is here. This residency is all about being in this place and spending some time alone. We keep to ourselves in a way. Not in a weird way though, we all share a working space and eat all our meals together.
Chris mainly does paintings, watercolours and drawings. In the past I have been working with landscapes so my work has been affected by my stay here in Hrísey. Now I feel like I am free to take the landscape that I am looking at and interprate it more organically and abstractly into my work than before. Looking at the mountains and the snow makes me feel like the things I am looking at here and am surrounded by are going to influence me for a long period of time, not just while I stay here. So I try to enjoy having the time to soak it all in. Sometimes things just happen by magic without realizing.
In my work I try to simplify the landscape. Find a figure in a rock. Icelanders have a history of anthropomorphizing the landscape. I don’t really believe in trolls or hidden people but the folklore is very much alive in your imagination. You can see why, the folklore has a residence in the landscape. The lack of people. There is just so much landscape.
Jessie works with words. My work while staying here has been totally conceptual. The first few days I spent trying to work through some ideas. But in between there will be times of nothing where I only produce a paragraph or maybe some short poems to try to create something. Then it just all clicks and comes pouring out. I don’t know where the magic is but it is definitely somewhere. It helps to be able to go and do stuff. We often go swimming.
During a walk around the island shortly after our arrival our attention was drawn towards a sign with directions to The Energy Spot. The sign said something like „The Energy Spot is a source of love and energy. When you tap into it you will hear music and as you drift away your thoughts will be enlightened and the power of energy will flow through you.” So now we go there every day. It can’t hurt. The area around it is very beautiful and sometimes you can even see whales in the ocean.
Being in this environment is so different from where we are from and where we live. Staying on a small island in a fjord so close to the Arctic Ocean and the mountains is truly spectacular.
There is just something about the north. None of us has ever been so far north ever before. Last night when we all went out for a walk we realized while walking that each step was literally carrying us further north than we had ever been in our lives.
Nánari upplýsingar um gestavinnustofuna í Hrísey má finna hér
1 note · View note
bonaparte-is · 11 years
Text
Rakel & Þórey
_Rakel Sif og Þórey eru báðar skiptinemar í París. Þær leigja saman agnarsmáa íbúð á Rue Orfila en Rakel óttast að smæð heimilisins sé farin að valda henni nærsýni._ ![](http://i.imgur.com/y1UxQjM.jpg) ***Íbúðin er 22 fermetrar alls en eldhúsið er aðskilið frá aðalrýminu.*** Það er algjör lúxus og svona íbúðir eru mjög eftirsóttar. Við búum í tuttugasta hverfi sem er í austurhluta Parísar. Það er rétt hjá Père Lachaise kirkjugarðinum. Nágrannar okkar eru meðal annars Oscar Wilde og Edith Piaf. Við erum bara mjög ánægðar með þau, það fer lítið fyrir þeim. Hverfið er rosa skemmtilegt og hér er fyrirtaks bakarí, ostagerðarmaður og slátrari. Rétt handan við hornið er hverfisbarinn okkar Aux Ours en þangað förum við með alla gesti sem koma til okkar. Það er mjög lítið um túrista hér og mikið af ungu fólki. Svo erum við frekar miðsvæðis þannig það er stutt í allt. Það er frekar erfitt að finna sér góða íbúð í París en fyrir algjöra tilviljun varð það svakalega auðvelt og allt gekk eins og í sögu. >Í íbúðinni er stór gluggi sem hægt er að opna alveg uppá gátt og fyrir framan hann er lítið blómaker. Í því eru reyndar bara plastblóm en þau eru samt falleg. Við erum með mjög fínt útsýni yfir alla París en Eiffel turninn nær reyndar ekki inn í mynd, hann er rétt handan við hornið. ![](http://i.imgur.com/8fCoEwB.jpg) ***Rakel var ein hér frá enda september og fram í miðjan janúar en þá kom Þórey.*** Íbúðin er mjög lítil og það er bara pláss fyrir eitt rúm. Við sofum því í sama rúmi og yfirleitt með sömu sæng. Við eigum samt sitthvorn koddann. Þetta er bara svo kósy. Það er sko búið að vera svo svakalega kalt, þetta er kaldasti maí síðan 1800ogeitthvað. Okkur finnst við hálfpartinn vera sviknar. Íbúðin var nánast tóm þegar ég flutti inn. Hér var svefnsófi, ein hilla og planta. Það fylgdu engin eldhúsáhöld eða neitt. Við tókum báðar með okkur eitthvað smádót frá Íslandi en það er allt brotið núna. Þannig það virðist ekkert borga sig að vera að koma með eitthvað með sér. Ég heklaði litla tuðru sem við notum undir eldhúsáhöldin og ég gerði líka aðra eins undir sjampóin og sturtudótið. Vinur minn kom frá Íslandi og hjálpaði mér að flytja borð og stóla sem ég keypti. Við þau kaup þurfti ég að skrifa undir fleiri pappíra heldur en á leigusamningnum en það gekk allt á endanum. ![](http://i.imgur.com/fE3VXKH.jpg) ![](http://i.imgur.com/tm4qa09.jpg) >Rakel bakar oft íslenskar pönnukökur. Þær eru sérlega góðar þegar hugurinn leitar til Íslands. Pönnukökurnar eru svona það helsta sem Rakel leggur til í eldhúsinu á meðan Þórey fær sér steik og lax. Við erum á sjöttu hæð og það eru 88 stigaþrep og engin lyfta. Það fá eiginlega allir sjokk en okkur finnst þetta bara frekar fínt. Þvottahúsið er á næsta horni og þá þurfum við að labba upp og niður stigana. Stundum erum við kannski komnar niður og föttum þá að við höfum gleymt þvottaefninu eða veskinu uppi. Við þurfum líka að fara margar ferðir upp og niður. Fyrst að setja í vélina, svo fara heim aftur og bíða. Svo þarf að fara niður og setja í þurrkarann og fara heim og bíða og svo loksins fara og ná í þvottinn. Þetta er smá prógram. ![](http://i.imgur.com/28uWt7A.jpg) ***Rakel keypti rosa flotta kisubolla stuttu eftir að hún flutti hingað.*** Þeir voru keyptir í einhverri túristabúð og sjá til þess að maður verður aldrei einmana. Við fáum okkur alltaf kaffi í þá á morgnana. Það er mjög notalegt að vera tvær í þessari íbúð. Það hefur ekkert slettst uppá vinskapinn þó þetta sé auðvitað svolítið þröngt. Ef við mætumst á leiðinni úr eða í stofuna þá þurfum við að smeygja okkur framhjá hvor annarri. Það er ekki pláss fyrir okkur báðar í einu á ganginum. Svo erum við búnar að kynnast vinum og fjölskyldu hvorrar annarrar í gegnum Skype. Það er bara óhjákvæmilegt þegar tveir búa í svona litlu rými. >Þórey færir mér yfirleitt kaffi í rúmið, það er voða kósý. Ég á svarta kisubollann og Þórey ljósa. Myndirnar frá Íslandi voru framkallaðar hér í París og fóru bara beint uppá vegg eftir framköllun. Flamingófuglana fengum við í gjöf frá uppáhaldsnágrannanum okkar sem býr hér í næstu götu. Þeir hýsa salt og pipar sem notað er til að bragðbæta hvern þann ferfætling sem Þórey kýs að leggja sér til munns þann daginn. ![](http://i.imgur.com/GpOtYN0.jpg) Við höfum fengið slatta af gestum. Mest hafa gist hér fjórir í einu og þannig vorum við í tvær vikur. Þá var bara send vindsæng frá Íslandi og það var bara fínt. Marta litla systir Þóreyjar teiknaði myndirnar og gaf okkur þær eftir eftir að hún hafði verið hér í heimsókn. Fiskurinn er keyptur í Tyrkjabúð, hann er agalega vinalegur. Plantan var hér og við reynum að vera duglegar að vökva hana. ![](http://i.imgur.com/cDvT5OD.jpg) Við erum með mjög fallegan arinn en hann er bara uppá punt, það er ekki hægt að fíra upp í honum. Við geymum stundum kerti og svoleiðis dót í honum. Það býr dúfa í arninum sem er alltaf að kurra. Um daginn héldum við að hún hefði látið lífið en blessunarlega kom stuttu seinna í ljós að hún var enn í fullu fjöri. Ég veit ekki alveg hvað við hefðum gert ef við hefðum þurft að takast á við líkamsleifar dúfu í skorsteini. Við hefðum örugglega bugast soldið mikið. >Rakel skreytti mikið fyrir jólin, þá var hún ennþá ein hér. Skrautið fyrir ofan arininn eru leifar af því. Það var hengt mjög fallega upp en svo slitnaði það. Í lok júní flytjum við aftur heim til Íslands. Það er gaman að búa í stórborg, fjölbreytileikinn er eitthvað sem við munum sakna mjög mikið. Það er aldrei vandamál að finna neitt að gera. En við hlökkum samt líka til að koma aftur heim til Íslands. Það verður mjög gott að geta skellt sér í sund. ![](http://i.imgur.com/0tQq3oh.jpg)
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Ásrún & Atli
Dansarinn Ásrún Magnúsdóttir og plötusnúðurinn/bóhemið Atli Bollason búa saman á Njálsgötu. Þau hafa ekki enn notað grillið á tröppunum.
Við fluttum inn í byrjun mars. Áður bjuggum við á Ingólfsstræti ásamt nokkrum meðleigjendum. Það er alveg gott að vera útaf fyrir okkur núna en samt er eiginlega bæði betra. Það er líka rosa skemmtilegt að eiga hressa meðleigjendur. Einn helsti kosturinn við það að búa hér er kannski sá að hinum megin við götuna er enginn danskur bar.

 ![](http://i.imgur.com/OfDlSVw.jpg) ![](http://i.imgur.com/Y0k0UOV.jpg) Atli var ekki lengi að koma safninu sínu fyrir þar sem hann var hagsýnn og skipulagður þegar hann pakkaði því niður. Þetta er allt í stafrófsröð, geisladiskarnir, vínillinn og bækurnar. Geisladiskarnir sem standa út eru þeir diskar sem ég ætla að rippa og eiga á tölvu í hágæðum. Ég er bara ekki kominn lengra. Þetta er hluti af frestunaráráttu, vera búinn að undirbúa allt. Þetta er allavega í áttina, diskarnir sem ég ætla að rippa eru til taks. Það næsta á dagskrá er bara að rippa þá. Ásrún ýtti óvart nokkrum diskum inn um daginn, við þurfum eitthvað að reyna að finna út úr því hvaða diskar það voru.
 >Uppáhaldshlutur Atla er safnið hans. Í það er öll saga hans rituð. Ásrún er rétt að byrja sitt safn og á núna eina bók og einn geisladisk. 
 ![](http://i.imgur.com/PzOIFpG.jpg) ![](http://i.imgur.com/YYHyrmh.jpg) Guðmudur Thoroddsen, [Mummi](http://asyageisberggallery.com/index.php?page=artists&&artist=11) gerði þessa fínu íkornamynd. Blómamyndin á hillunni er eftir Gígju móðursystur hans Atla. Það er líka gaman að verkinu eftir kanadíska listamanninn [Sheldon Lawlor]( http://sheldonlawlor.wix.com/artist). Þetta er sko bleikur glassúr og sykurpúðar.
 ![](http://i.imgur.com/Adzrc83.jpg) ![](http://i.imgur.com/9ABCnGO.jpg) Plakatið er í mátun upp á vegg. Atli hefði helst verið til í að líma það beint á vegginn með veggfóðurslími. Það væri soldið töff. En þá myndum við eyðileggja plakatið. Þá gætum við ekki fært það eða tekið það með ef við flytjum. Það er frá epísku sólókvöldi sem Ásrún hélt 3. maí síðastliðinn með félögum sínum í [Choreography Reykjavík]( https://www.facebook.com/ChoreographyReykjavik). Plakötin voru ókeypis eftir sýninguna, það er þemað á þessum sýningum að það er allt ókeypis en Alexander Roberts á heiðurinn af þeim.
 ![](http://i.imgur.com/ai6MXNb.jpg) ![](http://i.imgur.com/tEoHmMf.jpg) Við erum með nokkra hunda hér í íbúðinni. Til dæmis einn flottann postulínshund sem Ásrún erfði eftir ömmu sína, hann er mjög sérstakur og er á vissan hátt hliðarsjálf Ásrúnar. Svo eru tveir litlir á hillunni. Við erum samt ekki alveg viss um hvort við erum að safna hundum. Það kemur í ljós.
 >Ásrún er mjög hrifin af tiger mynstri og hefur dubbað einn stólinn í íbúðinni upp með tigeráklæði. Þar finnst henni gott að sitja og drekka súpu. Helst í tigeralklæðnaði. ![](http://i.imgur.com/o23mzIW.jpg) Svefnsófinn er það eina sem var sérstaklega keypt þegar við fluttum hingað inn. Hann fengum við á bland.is. Við teljum líklegt að Sverrir Hermannsson sé upprunalegur eigandi hans. Við keyptum hann nefnilega af syni hans.
 Ásrún er oft að púsla. Það er eitt aðaláhugamálið mitt. Núna er ég að púsla 1500 púsla púsl en ég fæ lánuð púsl frá mömmu hans Atla. Ég er samt bara búin að fara í gegnum tvö síðan við fluttum hingað. Það er nefnilega búið að vera frekar mikið að gera. Listaverkið fyrir ofan skrifborðið er eftir [Berglindi Pétursdóttur](http://www.berglindfestival.net) en það fengum við frá henni í innflutningsgjöf.
 ![](http://i.imgur.com/GUwBOMf.jpg) ![](http://i.imgur.com/sS0hUS1.jpg) >
Eldhúsið er hérna handan við stofuhornið. Það er mjög hentugt að hafa það svona nálægt. Pítsaofninn er þarfaþing. Í alvöru. Maður hefur ekkert bakað pizzu fyrr en maður hefur eignast svona græju. Hann alveg svínvirkar. Þetta er þarfaþing sem svínvirkar. ![](http://i.imgur.com/EL9FB8w.jpg) 
Derhúfuna fékk Atli í sumargjöf frá Ásrúnu. En sá er galli á gjöf Njarðar að hárið á mér vill fjúka upp í þyrluna þegar það er vindur og flækjast í henni. Það er frekar óþægilegt og ekki síst sérkennilega útlítandi. Þannig ég hef því miður ekki getað notað hana jafn mikið og ég hefði viljað þar sem það hefur verið fremur hvasst. ![](http://i.imgur.com/LbwxX6m.jpg)
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Maísól & Salóme
Vinkonurnar Ragnheiður Maísól og Salóme búa saman á Leifsgötu ásamt kisu. Aðal áhugamál þeirra eru þvottabirnir, vatnsrennibrautir, hefðir og skraut.
Maísól á alla múmínbollana fyrir utan einn. Bollana keypti Maísól í Helsinki þegar hún var í skiptinámi þar. Salóme á bleika bollann. Tesettið fékk Maísól í afmælisgjöf. Það kemur alla leið frá Kína en vinkona hennar var þar á bakpokaferðalagi og keypti það á öðrum degi ferðalagsins og kom því alla leið heim til Íslands. Þegar Maísól flytur heim frá útlöndum hefur hún lagt það í vana sinn að reyna að flytja alltaf eitthvað brothætt með sér bara svona til þess að ganga úr skugga um að það sé örugglega nógu flókið að komast heim. Þannig var það einmitt með sparibollana. Þeir voru keyptir í Kaupmannahöfn og ferjaðir heim til Íslands í handfarangri. Bollarnir eru dregnir fram við hátíðleg tilefni eins og til dæmis á afmælum eða í majóneskökuboðum. ![](http://i.imgur.com/ndfwbvJ.jpg) ![](http://i.imgur.com/AOY4Yl3.jpg) Maísól keypti íbúðina árið 2007. Tímasetningin var mjög góð, íbúðin var keypt rétt áður en það var bannað að yfirtaka gömul lán. Pabbi er arkitekt og hjálpaði mér mjög mikið við að gera hana upp. Hann dundaði sér reyndar full mikið við það og ég var orðin mjög óþreyjufull. Það endaði þannig að ég mætti einn daginn með rúmið mitt og tilkynnti honum að það væri ekki í boði að dunda sér meira, ég þyrfti að flytja inn. Íbúðinni var breytt talsvert mikið. Veggur frammi í forstofu var rifinn niður og skipt um gólfefni. Svo tókum við líka eldhúsið í gegn. Seinna þurftum við svo að gera upp baðherbergið. Það kom upp rétt eftir kreppu þannig við fengum öll tækin á brunaútsölum og biluðum afslætti. Það kom sér frekar vel fyrir okkur. ![](http://i.imgur.com/qrWmzPl.jpg) ![](http://i.imgur.com/NropDZd.jpg) >Fataherbergið hefur mörg hlutverk og er allt í senn dömuherbergi, geymsla og vínkjallari. Salóme flutti inn fyrir rúmlega þremur árum og sambúðin hefur alltaf gengið mjög vel. Við erum svolítið mikið eins og hjón. Við erum þrjár á heimilinu. Kisa heitir Mía en er samt alltaf kölluð kisa. Maísól bjó hér ein í eitt og hálft ár áður en Salóme flutti inn og til þess að sporna við þjófahræðslu ákvað hún að fá sér kött. Kisa er reyndar hrædd við allt og veiðir bara laufblöð og orma. En á álagstímum þegar mikið er um stress þá kemur hún inn með fugla eða mýs til þess að gleðja okkur. ![](http://i.imgur.com/A23nYgc.jpg) Við elskum skraut og eigum mjög mikið af því. Til dæmis eigum við sérstakann partýkassa. Við skreytum líka svakalega mikið fyrir jólin og eigum rosalega mikið af jólaskrauti. Það er eiginlega eins og jólin æli yfir íbúðina og við erum með Megastore þema. Við kaupum rosa mikið af öllu og reynum alltaf að kaupa að minnsta kosti eitt af því ljótasta sem við finnum. Við viljum helst skraut sem glitrar og glansar, það hengjum við í kringum allar hurðir. ![](http://i.imgur.com/clsEfia.jpg) ![](http://i.imgur.com/kx0YvnJ.jpg) Garðurinn er frábær á sumrin. Hann er rosalega skjólsæll og auðvitað er alltaf sól í honum. Við elskum líka gluggann í eldhúsinu en hann er það stór að það er hægt að fara út og inn um hann, en þann eiginleika nýtum við okkur óspart á sumrin. Maísól er með lítinn kryddjurtargarð í eldhúsglugganum. Þar ræktar hún tvær tegundir af basil og líka myntu. >Fyrrum meðleigjandi minn í Helsinki kenndi mér að halda blómum á lífi. Áður fyrr var ég alltaf svo stressuð um að gleyma að vökva að ég óvart drekkti plöntunum. Það er liðin tíð. Salóme drepur öll blóm en samt var afi hennar garðyrkjubóndi. Þess vegna er eitt plastblóm á heimilinu, það heitir Eilífur Burkni. Á hverju ári förum við í myndatöku til jólasveinsins í IKEA og eigum núna þrjár myndir af okkur í fanginu á honum. Við klæðum okkur upp í sérstök jólasveinaheimsóknar föt og verðum mjög spenntar en þeir hafa hinsvegar verið mishressir. Svo förum við líka á ljósmyndasafn Íslands á menningarnótt og látum taka myndir af okkur í búningum. ![](http://i.imgur.com/jTKT2IM.jpg) ![](http://i.imgur.com/lX3jlSz.jpg) Píanóið var keypt í Kaupmannahöfn en þar var Maísól í trúðaskóla. Charlie Sheen myndin er eftir Auði Ómarsdóttur og hana fékk Maísól í afmælisgjöf. Arkitektateikningin er úr mastersverkefni vinkonu hennar. Ljósmyndin er úr ljósmyndabúðinni á Laugarvegi. Myndin efst í vinstra horninu eftir Rán Flygenring og fyrir neðan hana er stilla úr vídjóverki eftir Maísól. Salóme gaf Maísól öndina í jólagjöf og myndin fyrir ofan er eftir Ásgeir Skúlason. Þykkblöðungarnir eru enn lifandi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til hins andstæða og hjá þeim er eina maríuhænan sem eftir er úr risastóru maríuhænusafni Maísólar. Salóme safnar hins vegar naglalökkum. ![](http://i.imgur.com/bpGaQHC.jpg) Við höfum gríðarlegan áhuga á vatnsrennibrautum og vorum að byrja með sjóð til þess að safna fyrir ferð í vatnsrennibrautagarð í útlöndum. Í sjóðinn fara allir dósapeningar og sá peningur sem safnast þegar við tökum okkur til og seljum í Kolaportinu. Í sumar getum við svo líklega farið að selja pestó úr allir basil uppskerunni úr eldhúsglugganum. Sem stendur erum við einnig einu meðlimirnir í Vatnsrennibrautafélagi Íslands og auglýsum hér með eftir fleiri meðlimum. Fyrir hendi þarf að vera gríðarlegur áhugi á vatnsrennibrautum. Við erum sammála um að vatnsrennibrautin á Álftanesi sé sú allra besta á landinu. Það er líka frábær sundlaug og allt til alls. Geðveik sauna, frábærir pottar og yndisleg innilaug. Öldulaugin er svo auðvitað sér á báti. Þetta er svo frábær laug að manni líður bara eins og maður sé í útlöndum! ![](http://i.imgur.com/b9BDCCt.jpg) Nútímaljóðið á ísskápnum er eftir Guðmund Einar vin okkar, en það er ný nálgun listamannsins á gamalkunna kvæðinu Maístjarnan.
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Ása Dýradóttir
Myndlistarkonan og bassaleikarinn Ása er með vinnustofu í kjallaranum á rúmlega 130 ára gömlu húsi við Aðalstræti.
Vinnustofan, heimilið og vinnan mín eru í svona 10 metra radíus. Ég vinn hérna á hæðinni fyrir ofan á kaffihúsinu Stofunni og svo bý ég alveg við Ingólfstorg. Þetta er eiginlega alveg fáránlegt. Núna finnst mér allt fyrir ofan Lækjagötu vera rosalega langt í burtu. ![](http://i.imgur.com/Y461D45.jpg) >Rýmið var stútfullt af drasli þegar ég fékk það. Það tók nokkrar vikur að taka til og ég þurfti að fara margar ferðir fram og til baka með dót og drasl. Það er mjög lágt til lofts hérna og heyrist þegar fólk gengur um kaffihúsið á efri hæðinni en mér finnst hvor tveggja bara frekar notalegt. Upp á síðkastið er ég búin að vera mikið hér að vinna. Það tók tíma og vinnu að gera rýmið vinnuhæft. Það var til dæmis rosalega lítil lýsing og ég þurfti að leiða ljósið hingað inn sem var smá vesen. Þannig að það er frekar stutt síðan ég fékk almennilega lýsingu og gat farið að nota þetta sem vinnustofu. ![](http://i.imgur.com/PkYMxV0.jpg) >Mér finnst þægilegt að vera ein með vinnustofu. Ég ætti held ég erfitt með að einbeita mér ef það væru fleiri með mér. Það getur meira að segja verið frekar erfitt að vita af einhverju fólki sem maður þekkir uppi á kaffihúsinu á meðan maður er niðri að reyna að vinna. ![](http://i.imgur.com/DkSisrs.jpg) Skrifborðið var hér en hitt vinnuborðið er bara plata sem ég fann og lagði yfir tvö útiborð. Hornskápinn keypti ég á þrjúþúsund krónur en á eftir að mála og lakka hann. Það er eitthvað pínu krípí við hann en samt finnst mér hann flottur. Hillan var líka hérna. Hún er reyndar alveg að gefa sig og ég þurfti að binda hana fasta við vegginn og koma fyrir dóti til að styðja við hana. Það er svolítið lýsandi, allt hérna er pínu svona fiff. Ég festi til dæmis leiðslurnar í loftinu upp með vír afþví þær héngu svo langt niður. Ég var næstum búin að hengja mig í hvert skipti sem ég gekk hérna inn. Lampaskerminn fann ég í einhverri tiltektinni hérna. Birtan af honum er mjög þægileg. ![](http://i.imgur.com/A6QKQwW.jpg) ![](http://i.imgur.com/vB7Ajy1.jpg) Veggirnir lúkka mjög vel en eru ekkert sértaklega vel til þess fallnir að hengja ljósmyndir á. Þeir eru úr gifsi og það brotnar auðveldlegar upp úr þeim. Maður setur kennaratyggjó og vonar bara að myndirnar haldist uppi í einhvern tíma. ![](http://i.imgur.com/LoSgCVz.jpg) >Síðasta hálfa árið er ég eingöngu búin að vera að taka ljósmyndir á filmu. Ég fékk allt í einu brjálaðan áhuga á því í byrjun desember og get ekki hætt. Þannig ég ætla að negla fyrir þennan eina glugga sem er hérna og búa til myrkraherbergi. Það var alltaf upphaflega pælingin með þetta rými, en svo tekur auðvitað alltaf smá tíma og peninga að koma sér upp aðstöðu. En ég get eitthvað dundað mér hérna þangað til. Ég nota mest 70's Canon myndavél og líka Pentax vél sem Siggi vinur lánaði mér, en ég ætla aldrei að skila henni. Hún er alveg frábær. Ég þurfti reyndar að endurnýja linsuna, annars er hún í mjög góðu standi og virkar fullkomlega. Ég tek mest svarthvítar myndir þannig það er frekar auðvelt fyrir mig að framkalla þær sjálf. ![](http://i.imgur.com/FF34EGl.jpg) Þetta er stækkari sem ég fann hérna niðri. Hann er alveg eldgamall en svona græja kostar í dag fullt af pening. Það þarf reyndar að laga hann aðeins svo það sé hægt að nota hann. Þangað til nota ég hann bara sem klippiborð sem er mjög þægilegt þar sem það eru fínar reglustikur á honum. Hann er líka mjög flottur. Ég veit ekki hver á hann en ég ætla bara að nota hann þar til einhver vitjar hans. Sama gildir um slides-vélina. ![](http://i.imgur.com/l84ic5D.jpg)
2 notes · View notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Oddur, Birkir & Saga
_Fjöllistafólkið Oddur, Birkir og Saga leigja saman íbúð á Kaplaskjólsvegi sem í daglegu tali hefur hlotið viðurnefnið Sambýlið._ ![](http://i.imgur.com/M7Tha4l.jpg) ![](http://i.imgur.com/kpqDQsQ.jpg) Konan sem á íbúðina á næstum öll húsgögnin sem eru hér inni í stofu. Það var ekki mikið sem við fluttum með okkur inn. Við eigum samt flestar af myndunum. Fyrir utan eina. Hana hefur hún merkt skilmerklega svo að við tökum hana alveg örugglega ekki með okkur héðan. ![](http://i.imgur.com/8NT2X8l.jpg) ![](http://i.imgur.com/l9jD5X6.jpg) Rauða myndin er eftir Sigurð Atla Sigurðsson. Oddur er að passa hana fyrir vin sinn sem býr í útlöndum. Stóru myndina fékk Oddur frá vinkonu sinni sem fékk hana í Góða Hirðinum. Myndin hefur ósjálfrátt orðið staðlaður bakgrunnur á öllum myndum sem teknar eru af okkur saman. >Sambúðin er mjög ljúf og góð. Við erum reyndar ekkert rosalega mikið heima. Birkir er mest heima. Oddur er stundum heima en Saga er voða lítið heima. En þegar við erum öll heima á sama tíma að þá reynum við að gera vel við okkur. Stundum tökum við nuddhring í sófanum og nuddum tærnar á hvort öðru. Það er voðalega ljúft. ![](http://i.imgur.com/ysKwOtj.jpg) Plantan í stofunni átti að vera hér í pössun og Saga átti að sjá um hana. Hún var mjög há þegar við tókum við henni. En svo byrjaði hún öll að sölna. Saga ákvað þá að klippa allt af henni en það hefur því miður ekki skilað sér jafn vel og við hefðum viljað. Saga heldur samt áfram að vöka hana í þeirri von að hún jafni sig á endanum. Það virðist því miður heldur ekki vera að gefast nægilega vel. ![](http://i.imgur.com/2o5EMIa.jpg) Það er oft smá hasar hérna. Birkir braut til dæmis stól hér í stofunni um daginn bara með því að sitja á honum. Hann situr mjög mikið hérna við stofuborðið og vinnur. Eftir fjóra mánuði af því gaf stólinn sig með tilþrifum. Núna notum við hann bara sem hliðarborð. Sem er ágætt, borð eru nefnilega dýrari en stólar. Þannig að það má í raun segja að þetta hafi verið ekónomísk ákvörðun hjá honum. >Kontórinn uppi er svolítið sérstakur og hálfgert sérkenni á íbúðinni. Við notum hann samt skammarlega lítið en erum mjög dugleg við að monta okkur af honum og förum mikið þangað upp með gesti. Það er mikil gömlukallalykt þar inni og í skúffunum eru gamlar bækur frá einhverjum gömlum lögfræðingi. ![](http://i.imgur.com/DytbX87.jpg) Oddur er oft lengi að gera upp hug sinn þegar kemur að litum. Sem dæmi hefur hann átt fullt í fangi með að ákveða hvað honum finnst um ljósbláa litinn sem er á veggjunum í svefnherberginu hans. Hann hefur enn ekki tekið skýra afstöðu gagnvart honum þrátt fyrir að hafa margsinnis staldrað við hann og velt honum fyrir sér. Skenkurinn í svefnherberginu hefur vakið viðlíka vangaveltur. Oddi finnst hann of rauður, alltof rauður. Um daginn hvarflaði að honum að mála hann en þá kom upp sá vandi að velja nýjan lit. En hann er hann ákveðinn í að vilja minnka litina í herberginu sínu, hafa færri liti sem ekki eru jafn skærir. ![](http://i.imgur.com/WGfjT6a.jpg) ![](http://i.imgur.com/r1VJHKC.jpg) Rúmið hennar Sögu stendur á gömlum bjórkössum. Bjórkassana fluttu foreldrar Sögu með sér til Íslands þegar þau fluttu aftur heim frá útlöndum. Kassana notar Saga sem geymslu fyrir uppáhalds bækurnar sínar og Andrésblaðasafnið sitt. Í fyrstu var dýnan bara á tveimur spýtum ofaná kössunum en svo lánaði Oddur henni grind undir það. Rúmið er miklu þægilegra eftir það. ![](http://i.imgur.com/sMJ9SmI.jpg) Þessi náttkjóll er eina flíkin sem Saga hefur keypt án þess að máta hana fyrst. Þegar heim var komið kom í ljós að kjóllinn var ekki eins klæðilegur og hann leit út fyrir að vera. Svo núna hangir hann bara til skrauts á einni af hillunum sem hún fékk í skólanum. Þeim átti að henda en Saga fékk að hirða þær. >Í hillunum geymir Saga meðal annars froskasafnið sitt sem samanstendur af þremur froskum. Þar af einum í sparifötum. Froskasafnið er ekki síst áhugavert fyrir þær sakir að Saga safnar alls ekki froskum. ![](http://i.imgur.com/PBatWdw.jpg) ![](http://i.imgur.com/iPogprX.jpg)
1 note · View note
bonaparte-is · 11 years
Text
Hafdís & Gummi
_Hjónin Hafdís og Gummi búa á efstu hæð í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Öldugötu. Húsið var byggt árið 1930 af Guðmundi Guðjónssyni skipstjóra. Þau festu kaup á íbúðinni árið 2010 eftir að hafa verið að svipast um í nokkurn tíma. Lítið hafði verið endurnýjað inni í íbúðinni frá byggingu og sáu þau að mestu um framkvæmdir sjálf._ ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/jmq3yygzzd5qoho/IMGP7954-H%2BG.jpg?token_hash=AAGSvK_bn_VKhd5ZflX9LPc8fRq-M5lIY86saKKw3NRzHA&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/ekvrg3c6wgbbd90/IMGP7923-svefnherb.jpg?token_hash=AAGLMAuSn8oNtUjIC10YeRJM63ecNDFk-cRFp_K80YTwxQ&dl=1) Það fyrsta sem við gerðum var að koma svefnherberginu í stand. Á morgnana lokuðum við bara þangað inn og fórum fram að vinna. Á þessum tíma vorum við nýflutt heim frá Frakklandi og hvorugt okkar byrjað í skóla eða vinnu svo við höfðum nægan frítíma til þess að eyða í íbúðina. > Við máluðum allt upp á nýtt. Eldhúsið varð bleikt á einni kvöldstund. Ég bjóst við að þurfa að mála yfir það en liturinn minnir Gumma á jarðaberjasjeik þannig að það eru bara allir sáttir. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/10n0r1tefngexlu/IMGP7906-eldhus.jpg?token_hash=AAHaLxQC_zRe8til42qlsDkc0mgxBFP7FcDAz1SYJ57PLg&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/7vbyy4fny4fkc0t/collage.jpg?token_hash=AAHNK0X6u_2pPWIO1G7kVT7OseRWCXwj-5m6qkJZdWUcuQ&dl=1) Þegar við fluttum inn voru allir veggirnir klæddir betrekki sem var víða illa farið. Við löguðum það eins og hægt var og máluðum svo allt hvítt. Okkur langaði til að lýsa íbúðina upp eins og við gætum. Á einum veggnum í stofunni var betrekkið allt rifið og tætt svo við tókum það af. Þá kom í ljós heillegur panell. Við ætluðum að mála hann antíkbláan en svo fengum við gefins þessa málningu. Við ákváðum að velja frekar skæran lit inn á baðherbergi. Maður verður að vísu svolítið grænn í framan í baðherbergisspeglinum en það er allt í lagi. Sturtuhengið er líka hressandi með öllum þessum doppum. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/ibaizwuh4u1qwax/IMGP7875-stofa.jpg?token_hash=AAEsnR6aub9avOKHZOc8llzG7O5bV60hjGugFBXdzUyHbw&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/aydq0hbdhhgcb4m/IMGP7927-wc.jpg?token_hash=AAG0HZmR40itncg2_DZcOWPlUvRxz9_WugVt6u5Mj8dHbg&dl=1) Á mörgum stöðum í íbúðinni var búið að reyna að fela upprunalega viðinn sem okkur fannst undarlegt. Í eldhúsinu var ljósbrúnn gólfdúkur bæði á gólfinu og á bekknum. Hann var orðinn rosalega illa farinn. Við ætluðum upphaflega að setja viðarplötu yfir en svo ákváðum við að sjá hvað væri undir dúknum. Þá kom í ljós þessi fíni viður og við ákváðum að leyfa honum að njóta sín og lökkuðum hann með skipalakki. > Hurðirnar voru málaðar í brúnum lit og svo var búið að handmála viðarmynstur í þær. Það var byrjað að flagna af svo við máluðum þær allar hvítar. Skenkinn í stofunni fundum við í Góða Hirðinum en hann var mjög illa farinn. Viðurinn var mjög dökkur svo við ákváðum að mála hann. Rósetturnar skildum við eftir ómálaðar fyrir tilviljun. Þær eru nefnilega nelgdar í og voru losaðar af á meðan stóru fletirnir voru málaðir. Svo fannst okkur þetta bara skemmtilegt svona. Kannski málum við hann allan seinna. Ísskápurinn okkar er í stofunni. Við fengum hann gefins þegar við fluttum eins og margt annað í íbúðinni en við tímdum ekki að hafa hann í eldhúsinu því það er svo lítið, bjart og fallegt eins og það er. Fyrst fannst okkur það alveg hræðilegt, en fljótlega varð það bara allt í lagi. Burkninn gerir voða mikið fyrir hann. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/673pak9t6vxgmbm/IMGP7873-stofubord.jpg?token_hash=AAHDat-ZPRyoVTGqsHvA8D7FIn3mojt1YgrUbLZROcq7ww&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/4zqr5stafxgzbt0/IMGP7917-stofuskenkur.jpg?token_hash=AAGVEMHA89idVkGfQcO4eUo5IFE60zAgiK4y5lng5s0cAw&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/c5ok3e4bzfpd6mu/IMGP7879-isskapur.jpg?token_hash=AAHhdwQxRQabk3uxWNfiHms9wRhEYbsqhNlLLS9zXcMhlw&dl=1) Nína á neðstu hæðinni er ekkja eins sonar Guðmunds skipstjóra. Hún hefur búið í húsinu í mörg, mörg ár og veit margt um sögu þess. Hún sagði okkur meðal annars að einu sinni hefðu 6 manns búið í íbúðinni, Guðmundur skipstjóri, Lilli litli sonur hans og kona með þrjá syni sína. Það útskýrir volduga lása sem eru á hurðum allra herbergja en þau voru leigð út og svo deildu allir baðherbergi og eldhúsi. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/p5363cj2bawrxge/IMGP7939-likjorx2.jpg?token_hash=AAE9U_0gL7uDgkvQYneCnAMta8-ZAlRZg8v-ylchYmQFVg&dl=1) Annars fundum við þessi meðalaglös í holrúmi á bakvið eldhúsinnréttinguna þegar var verið að taka eldhúsið í gegn. Þau eru rosa skemmtileg og alveg eldgömul. > Nína gaf okkur svo stóra jólalíkjörinn til að fullkomna safnið. Hún gaf okkur líka appelsínugula stólinn í eldhúsinu. Hann fylgir húsinu og er alveg eldgamall. Það er eitthvað svo skemmtilega skrýtið við hann og það eru mælistikur á hliðinni á honum. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/rzzd1c7q6yw1hbv/IMGP7911-eldhusgler.jpg?token_hash=AAF06CfHrBreOqtQx5QdrhH1YhTX6V5x8iwjhimySsb_tw&dl=1) Uppáhaldshluturinn okkar er avókadóplantan. Hún er búin að fylgja okkur síðan við byrjuðum að búa. Það var nefnilega þannig að við fengum gefins litla pottarós þegar við fluttum fyrst inn saman. Það var í febrúar, við bjuggum í kjallara og rósin vildi alls ekki lifa. Við reyndum hvað við gátum en allt kom fyrir ekki. Síðan einn daginn er Gummi að borða avókadó og stingur steininum í pottinn hjá rósinni. Við höldum svo áfram að reyna að halda lífi í henni. Yfir sumarið förum við út á land að vinna og komum rósinni fyrir í pössun hjá Rut mömmu hans Gumma en hún hefur einstaklega græna fingur. Þegar við komum aftur í bæinn er rósin við það að gefa upp öndina en avókadóplantan er byrjuð að vaxa í pottinum. > Ef við förum eitthvað í lengri tíma setjum við hana í fóstur upp í sveit og setjum hana meira að segja í belti í bílnum. Það er svolítið fyndið að við skulum óvart hafa tengst plöntu tilfinningalegum böndum. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/kvvbzb4c92llh9o/IMGP7874-stofuspegill.jpg?token_hash=AAFqoM_ZABP13Ji_Kj3Iojn2acixIF2-ISz5MwF6tWpNTQ&dl=1)
0 notes
bonaparte-is · 11 years
Text
Kristín Maríella & Twin Within
Tumblr media
Kristín Maríella býr í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur ásamt kærastanum sínum Orra og hundinum Era. Kristín hannar ásamt systur sinni Áslaugu hálsfestar undir nafninu Twin Within. Festarnar eru allar handgerðar af þeim systrum og Kristín hefur komið sér upp vinnuaðstöðu í eldhúsinu heima hjá sér.
![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/od2wm4rzjyouic9/IMGP7765.jpg?token_hash=AAFg4EYFh_Mxd_cqdNun8g1-BM7mLNtWew1HknmitES_9Q&dl=1) Það eru bæði kostir og gallar sem fylgja því að vera með vinnuaðstöðu heima. Það kostar auðvitað ekki neitt að vera heima og ég get sest niður og unnið hvenær sem er. Á sama tíma er stundum leiðinlegt að vera alltaf ein og getur verið erfitt að halda sér við efnið þegar maður er heima hjá sér. Oft er það líka þannig að mikill tími fer í að taka til og gera fínt áður en ég hefst handa. Ég vil helst hafa allt fínt þegar ég vinn og einbeiti mér betur þannig. Stundum tekur fullkomnunaráráttan yfir og þá líður oft langur tími þar til ég get loksins byrjað. > „Ég lagði mesta áherslu á pláss og birtu þegar ég var setja vinnuaðstöðuna upp. Það er ótrúlega þægilegt að vinna við suðurgluggann og gott að vakna á morgnanna og finna kraftinn úr sólinni“ Það er mikilvægt fyrir mig að hafa gott pláss þegar ég er að gera festarnar, ég vinn með mikið af ólíkum efnum og áttaði mig því fljótt á að ég þyrfti tvö borð. Ég skoðaði mikið af allskonar vinnuaðstöðum á netinu áður en ég byrjaði að setja mína upp. Það vantaði einhver hentug ílát undir allskyns smáhluti sem ég nota og skipulag á verkfæri og efni. Ég keypti flest allt í Ikea, það var svo einfalt. Ég vildi finna eitthvað sem var ljóst og létt eins og borðið, þar sem rýmið sem ég hafði að vinna með er frekar lítið. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/5hpe2f5bbwwu42a/IMGP7733.jpg?token_hash=AAFeFivXfgGtoX1BLhiKgfORfXTy_SD0q51slX0yRZzfWA&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/w6ygkidnqircnhn/IMGP7759.jpg?token_hash=AAGaM1xkYyR8zK027QNaGDQ_QO4kEIi63_Bnql2l9HkHdw&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/iyc8cb9xlg9ox32/IMGP7739.jpg?token_hash=AAGsn22qTqtJuZch4iWtPoIZcyViuL-AOTjOCwCYW6jHIA&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/piuxaht1k3f5rug/IMGP7744x2.jpg?token_hash=AAFQ6ZWu2gkEkth6rY9Fegc1laWIlhzJDxGWBM2w_epYqA&dl=1) Þegar kemur að heimilinu að þá er ég hrifnust af frekar minimalískum stíl en á sama tíma hef ég gaman af allskyns litum og áferðum. Þessi íbúð er frekar lítil en mjög vel skipulögð. Hún er björt, gluggarnir stórir og hvítu viðargólfin gera virkilega mikið fyrir hana. Ég er hrifnari af léttum húsgögnum frekar en þungum. Ætli það sé ekki þessi skandinavíski stíll sem svona flestir á Íslandi og á mínum aldri eru hrifnir af? Mér finnst mikilvægt að hafa rýmið í kringum mig einfalt en svo finnst mér skemmtilegt að gera heimilislegt með fallegum og inspírerandi myndum og bæta við litum og karakter með alls kyns smáhlutum og skrautmunum. Einnig finnst mér nauðsynlegt að hafa lifandi plöntur á heimilinu. Það er pínu erfitt að koma húsgögnum hérna inn af því að íbúðin er svo lítil, það var til dæmis alveg ótrúlega mikið vesen að koma fyrir jólatré í stofunni. En á sama tíma er það auðvitað bara áskorun og skemmtilegt þegar maður finnur eitthvað sem passar. ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/ettj9gbpwdrrdv8/IMGP7707x3.jpg?token_hash=AAGlO41DkstpCuqtZjpWxjCW3n8A3zs5bUnshCPMTPsQ-w&dl=1) Meðan maður er ungur og á kannski ekki mikinn pening til þess að kaupa sér allt það flotta og fína sem mann langar í þá er mikilvægt að hafa augun opin fyrir sniðugum lausnum. Það er oft hægt að finna húsgögn og skrautmuni í ódýrari búðum eða á stöðum eins og Góða Hirðinum sem hægt er að breyta og bæta. > „Ég hef látið prenta út fyrir mig texta og myndir sem ég ýmist fann á netinu eða bjó til sjálf og keypt svo ódýra ramma, til dæmis í Góða hirðinum“ ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/y2itiih3mziy9n7/IMGP7772X2.jpg?token_hash=AAFdgeOOOWQcaWhDWbuTOckVhfC0PddDHqJAAfcHEoBFDg&dl=1) ![](https://dl.dropboxusercontent.com/s/8x5tlgcppe0i6vn/IMGP7785.jpg?token_hash=AAGNXHAkRKTqJN-sRjbfbf9ZBOZo_MpSjygOAL8TZbUvIw&dl=1) > „Uppáhaldsstaðurinn minn á heimilinu er svefnherbergið mitt en þar líður mér rosalega vel og ekki skemmir baðkarið fyrir þegar maður vill slaka vel á og hafa það notalegt fyrir svefninn. Uppáhaldshluturinn minn er teikning eftir Klöru Þórhallsdóttur sem ég gaf Orra í afmælisgjöf og hangir á vegg í stofunni“ Nánar um Twin Within - www.twinwithin.com
0 notes