Tumgik
blandisl · 8 years
Text
Skoðun þín skiptir okkur máli.
Góðan dag, Að undanförnu höfum við unnið ötullega að því að uppfæra vefinn okkar. Við höfum óskað reglulega eftir skoðunum notenda og reynt að breyta sölutorginu í samræmi við óskir ykkar. Við höfum t.a.m. uppfært síunarmöguleika, bætt við vaktaranum og gert notendum enn auðveldara að deila auglýsingum inn á samfélagsmiðla. Allt eru það atriði sem hafa komið fram í undanförnum notendakönnunum. Ástæðan er einföld, markmið okkar er að tengja saman kaupendur og seljendur og við viljum að sölutorgið nýtist notendum sem best. Því leitum enn til þín. Við viljum gjarnan heyra hvað þér finnst um vefinn okkar, hvernig þér finnst ákjósanlegast að nota hann og hvað má betur fara. Því værum við afar þakklát ef þú gæfir þér tíma til að svara þessari örstuttu könnun. Það tekur aðeins örfáar mínútur. 
Smelltu hér til að taka þátt.  Með fyrirfram þökk, Þjónustuver Blands.
1 note · View note
blandisl · 8 years
Text
Við kynnum Vaktarann!
Í undanförnum notendakönnunum hefur komið fram eindreginn vilji notenda að geta vaktað sölutorgið þannig að kerfið láti notendur vita ef ný auglýsing er skráð inn, t.d. inn í ákveðna flokka eða út frá leitarorðum. Okkur er í mun að tryggja að notendur eigi auðvelt með að nota sölutorgið okkar og markmiðið er að eftir sem áður að tengja saman kaupendur og seljendur.   Það er því gaman að segja frá því að í dag kynnum við vöktunarþjónustuna okkar. Með henni geturðu látið kerfið okkar fylgjast með sölutorginu og láta þig vita ef nýjar auglýsingar eru skráðar inn og tengjast þeim leitarorðum sem þú hefur slegið inn. Í raun er sáraeinfalt að nota vaktarann.
Tumblr media
Þegar þú hefur skráð þig inn þá smellirðu á Mitt Bland. Í listanum sem fellur niður er nú hægt að velja Vaktarann. Þú smellir á þanng hlekk og flyst þá yfir á stjórnborðssíðuna fyrir Vaktarann. Ef þú átt í vandræðum með að koma auga á hvar vaktarinn er í slánni, þá er hann fyrir neðan Myndin mín og fyrir ofan Merktar síður.  
Tumblr media
Í stjórnborðinu er hægt að slá inn leitarorð og velja hvenær kerfið hefur samband. Stundum þurfum við að fá tilkynningu strax, en stundum nægir okkur að fá tilkynningu einu sinni á dag um nýjar auglýsingar eða jafnvel einu sinni í viku. Leitarorðin geta verið margvísleg og þá mælum við með hugað sé að því útbúa fleiri vaktanir en færri. Þannig gæti verið sniðugt, ef þú ert t.d. að leita að leiguíbúð, að vakta bæði orðin íbúð og fasteign. Kerfið sendir síðan tölvupóst á það netfang sem er skráð í kerfinu hjá okkur, en þó er hægt að breyta netfanginu í stjórnborði vaktarans.
Tumblr media
Þegar búið er að skrá vöktun birtist hún fyrir ofan, í gráum kassa. Þar er síðan bæði hægt að breyta eða uppfæra vöktunina, sem og setja hana í pásu eða eyða henni.
Við erum boðin og búin að aðstoða þig eftir fremsta megni. Hægt er að hafa samband bæði í gegnum síma 545-0000 sem og í gegnum tölvupóst.
1 note · View note
blandisl · 8 years
Text
Það margborgar sig að deila!
Undanfarið höfum við reglulega tekið púlsinn á notendum og hlerað í einföldum könnunum hvernig þeir vilja nota vefinn okkar og reynt að gera breytingar í samræmi við það. Eitt af því sem notendur okkar hafa minnst á er að gera deilingar auglýsinga inn á Facebook auðveldari.  Því gerðum við fyrir skemmstu þá breytingu á vefnum okkar að þegar þú hefur sett inn auglýsingu þá býðst þér með skýrum og einföldum hætti að deila auglýsingunni þinni og ekki nóg með það, heldur færðu 3 uppanir að launum. Það getur margborgað sig að bæði deila auglýsingu og auka þannig sýnileika hennar, þar sem þá aukast líkurnar á hraðri sölu til muna. 
Tumblr media
Þá er mjög gott að geta uppað auglýsingar, þannig ýtirðu auglýsingunni þinni upp á topp í viðkomandi flokki sem eykur sýnileika auglýsingarinnar. Okkar reynsla er sú að best sé að uppa auglýsingu 1-2 tvisvar á dag.
Við erum auk þess boðin og búin til að aðstoða þig við söluna. Settu þig í samband við okkur ef þig vantar einhverja hjálp. Símanúmerið okkar er 545-0000 og eins er hægt að senda okkur tölvupóst í netfangið [email protected]
Kær kveðja,  Þjónustuver Blands
1 note · View note
blandisl · 8 years
Text
Bréf frá notanda
Tumblr media
Fyrir nokkrum dögum barst okkur bréf frá notanda, sem gladdi okkur virkilega mikið. Okkur langar að deila þessari sögu með ykkur, því hún yljaði að minnsta kosti okkur um hjartarætur. 
---
Kæra Bland
Ég legg nú ekki í vana minn að hafa svona samband við ykkur en mig langar þó að segja ykkur aðeins frá upplifun minni. Málið er að við konan mín stækkuðum við okkur í vor með tilheyrandi kostnaði. Svo nú fyrir skemmstu átti yngsti sonur okkar 5 ára afmæli og okkur langaði að gefa honum hjól. En eftir að hafa skoðað ýmsar verslanir og vefsíður sáum við í hendi okkar að hugsanlega gætum við ekki leyft okkur það þetta árið. VIð eigum jú ekki digra sjóði á Tortóla, eins og sumir. 
Konan mín stakk þá upp á að við myndum skoða vefsíðuna ykkar, kannski gætum við fundið hjól til bráðabrigða þar. Ég kíkti inn á sölutorgið í lok dags og fann blátt Latabæjar hjól sem leit ágætlega út á mynd og hafði samband við seljandann. Hún var til í að láta mig fá hjólið fyrir ágætis verð gegn því að ég myndi sækja það, en hjólið var á Suðurnesjum. Kvöldið eftir ók ég sem leið lá þangað suður eftir og sótti hjólið. Það leit út eins og nýtt. Reyndar svolítið skítugt en ég var eiginlega undrandi á hve miklu betur það leit út en mér hafði sýnst á myndum. Seljandinn sagði að það hefði staðið í geymslu undanfarin tvö ár og fyrir vikið voru dekkin loftlaus. 
Þegar heim var komið þreif ég hjólið og pumpaði i dekkin. Síðan smurði ég keðjuna og þá var hjólið eiginlega orðið eins og nýtt. Ég trúði því varla. 
Á afmælisdeginum leiddum við guttann fram í bílskúr, þar sem hjólið stóð. Aðra eins gleði hef ég bara ekki séð. Sonur minn hló og skoppaði í kringum hjólið. Það var sem hann hefði himinn höndum tekið. Ég vildi óska þess að ég gæti komið því til skila til ykkar hversu ánægður hann var, en ég held að enginn orð nái yfir það. 
Mig langaði bara að segja ykkur frá þessu og þakka ykkur fyrir. Ekki nóg með að þetta gerði daginn fyrir son minn, heldur minn líka. 
Kær kveðja, S.
---
Við viljum endilega heyra fleiri svona skemmtilegar sögur. Ekki hika við að senda okkur reynslusöguna þína á [email protected].  
0 notes
blandisl · 8 years
Text
Pro-seller tip #7: Smáauglýsingar
Eitt best geymda leyndarmálið á sölutorginu okkar eru smáauglýsingarnar. Í raun er alveg ótrúlegt að hugsa til þess hve fáir nýta sér þennan valkost, því hann margfaldar sýnileika vörunnar þinnar og eykur þannig líkur á hraðri sölu. 
Tumblr media
Þar sem auglýsingarnar eru undir vinstri stikunni þá eru þær nær alltaf sýnilegar og skila þar af leiðandi miklum árangri. Við höfum auk þess gert endurbætur á auglýsingunum, t.d. stækkað myndasvæðið. Þú getur auk þess vísað notendum beint inn á heimasíðuna þína. Hver smellur er dýrmætur. 
Reynsla okkar er sú að þessi auglýsingasvæði eru virkilega hagkvæm og góður kostur. Þú færð mikinn sýnileika og oftast er hlutfall smella hátt. Og hugsaðu þér, plássið kostar aðeins 2.990 kr. á dag!  Smelltu hér til að skrá smáauglýsingu. ATH! Fjöldi auglýsinga er takmarkaður. 
0 notes
blandisl · 8 years
Text
Fáðu allt fyrir hundinn á sölutorginu okkar
Við elskum hunda og finnst fátt jafn æðislegt og að kúra með einum dúnmjúkum og sætum hvolpi. En því fylgir heilmikil ábyrgð að taka að sér fjórfættan vin, því hundar eru lifandi verur og þurfa mikla samveru við eigendur sína. Gildir þar einu hverrar tegundar viðkomandi hundur er, hvort hann sé blandaður eða hreinræktaður, ef maður er ekki tilbúinn í þá skuldbindingu sem er fólgin í að eiga hund, þá er betra að njóta þeirra eftir öðrum leiðum.
Á sölutorginu okkar má oft og iðulega finna hunda til sölu eða gefins. Það er ýmislegt sem gott er að gefa gaum að áður en maður ákveður hvaða hund maður vill fá. Í fyrsta lagi er gott að skoða hvort maður vill hreinræktaðan hund eða ekki. Því fylgja margir kostir, t.d. að þá eru foreldrar þekktir og persónueinkenni þeirra. Þá eru oft einnig þekktir arfgengir sjúkdómar eða gallar og búið að ganga úr skugga um að viðkomandi hundur sé ekki haldinn þeim. Á sölutorginu okkar má finna nokkuð af hreinræktuðum hvolpum til sölum, t.d. þessa æðislegu labradora.
Tumblr media
Margir setja fyrir sig verð á hreinræktuðum hundum, sem getur oft hlaupið á nokkrum hundruðum þúsunda. Þá er ekki úr vegi að skoða blandaðan hvolp, sem oftast kosta ýmist lítið eða fást gefins. Það geta verið alveg jafn góðir hundar, alveg jafn yndislegir og frábær viðbót við fjölskylduna og þeir hreinræktuðu. Ágætt getur verið þó að grennslast fyrir um foreldra, sem og hvernig hefur verið staðið að félagsþjálfun, hvort búið sé að ormahreinsa og sprauta hvolpinn.
Hvort sem þú færð þér hreinræktaðan eða blandaðan hund, þá mælum við eindregið með því að þú kaupir einnig búr. Ef þú þarft að skilja hundinn eftir einan heima, keyra hann eða jafnvel á næturnar, þá líður hundinum best ef hann er á tiltölulega litlu, afmörkuðu svæði þar sem er lágt til lofts. Búr getur þannig látið hundinum líða betur, t.d. þegar hann þarf að vera einn. Þú finnur úrval hundabúra á sölutorginu okkar, m.a. þetta fína búr hér. 
Tumblr media
Síðan er gott að eiga skálar, hundadót og ólar. Allir hundar þurfa hreyfingu, mismikla vissulega, sem og þá þarf einnig að kemba flesta hunda. Þá getur líka verið sniðugt að vera með bæli fyrir hundinn, eins og þetta fína handsmíðaða bæli. 
Tumblr media
Hvernig hund sem þú kannt að fá þér, þá vonum við að hann verði þér til yndis og ánægju. 
0 notes
blandisl · 8 years
Text
Frábær tekk húsgögn til sölu
Tekk húsgögn er mjög vinsæl um þessar mundir og gaman að sjá þessi gömlu, glæsilegu húsgöng ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Á sölutorginu okkar er hægt að finna þó nokkuð af tekk húsgögnum til sölu og auðvelt að gera þar stórgóð kaup. Sannast sagna þá verður maður hreinlega að gæta þess að missa sig ekki!
Tumblr media
Hér til til að mynda hrikalega flott borðstofuborð ásamt 6 stólum. Búið er að pússa upp borðið og olíubera það þannig að það lítur út fyrir að vera gott sem nýtt. Smelltu hér til að skoða settið nánar.
Tumblr media
Ég myndi síðan skoða þetta sófasett. Um er að ræða glæsilegan þriggja sæta sófa og 2 stóla í stíl. Settið er í karrýgulum lit og algjörlega æðislegt. Smelltu hér til að skóða sófasettið nánar.  
Tumblr media
Og úr því við erum komin með sófasett þá þurfum við líka sófaborð. Hér er fallegt og einfalt tekk sófaborð sem myndi sóma sér vel við sófann okkar. Það hefur líka verið pússað og olíuborið. Smelltu hér til að skoða borðið nánar. 
Tumblr media
Svo til að fullkomna lúkkið í stofunni þá væri gaman að vera með fallegan skenk. Hér er einn sem er alveg æðislega fallegur. Búið er að pússa hann upp og olíubera, þannig að hann lítur út eins og nýr. Smelltu hér til að skoða hanna nánar.   
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Skynsamlegt og gott fyrir umhverfið!
Það var gaman að fletta í gegnum blöðin í morgun. Við rákumst þar á þessa fínu grein, þar sem rætt er við unga konu sem var að hefja búskap. Hún segir þar að hún hafi nýtt Bland til þess að kaupa húsgögn, nokkuð sem við könnumst mjög vel við og eflaust fleiri en við. Enda er það fjárhaglega skynsamlegt og gott fyrir umhverfið. Auk þess er þá alltaf hægt að selja húsgögnin á Bland og endurnýja þau. 
Tumblr media
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-Seller tip #6: Best practice þegar selja á bíl
Í hverjum mánuði eru skráð þúsundir farartækja til sölu hjá okkur. Ætli ekki megi segja að Bland sé stærsta sala notaðra bíla hérlendis þó að við komum ekki beint að sölu þeirra. Við höfum því nokkra reynslu af því að selja bíla á netinu og höfum komist að því að það eru nokkur atriði sem er gott að gera til að tryggja að bíllinn seljist bæði fljótt og fyrir gott verð. 
Myndir skipta mjög miklu máli. Oftar en ekki eru þær það fyrsta sem tilvonandi kaupendur skoða. Tryggðu að myndirnar séu bæði góðar og sýni bílinn í sínu besta ástandi. Já, það þýðir að þú þarft að þvo hann og bóna, taka til í honum og ryksuga að innan. Myndir sem sýna bílinn frá öllum hliðum og að innan hjálpa þannig tilvonandi kaupanda að gera upp við sig hvort hann vilji skoða bílinn þinn nánar. Það leikur þannig enginn vafi á hvor þessara bíla myndi seljast hraðar. 
Tumblr media
Þá er gott að tiltaka allt það sem hefur verið nýlega lagað eða endurbætt, t.d. dekk, bremsur, bremsuklossar, tímareim og þess háttar, þ.e. þeir hlutir sem reglulega þarf að viðhalda í bílum og geta aukið kostnað við kaup hafi ekki nýlega verið litið á þá og þeir komnir á tíma. 
Þegar kemur að því að tryggja sýnileika auglýsingarinnar þá mælum við sterklega með því að þú kaupir að minnsta kosti 10 uppanir, því það er mikill hraði á sölutorginu hjá okkur og á hverjum degi bætast við yfir 150 ný farartæki. Fyrir vikið þá færast auglýsingar hratt niður fyrstu síðu og eins og við höfum áður fjallað um (sjá hér) þá skiptir gríðarlega miklu máli að vera í efstu plássum og sérstaklega þegar kemur að jafn stórum flokki og farartækjum. 
Það er einfald að kaupa uppanir. Þegar þú skráir inn auglýsingu (eða smellir á auka sýnileika táknið við auglýsingarnar þínar) þá smellir þú bara á Kaupa stakar þjónustur. 
Tumblr media
Síðan hakarðu við Uppa þjónustuna og smellir á staðfesta. Nú geturðu ýtt auglýsingunni þinni efst 10 sinnum næstu daga. Til að þetta virki sem best mælum við með því að þú uppir auglýsinguna þína tvisvar á dag, best er að gera það í kringum hádegi og skömmu eftir kvöldmat til að tryggja sem mestan sýnileika. 
Tumblr media
Ef það er eitthvað sem við getum gert til að aðstoða þig ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 545-0000 eða í netfangið [email protected]
- Þorsteinn Mar
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-seller tip #5: Deildu!
Tumblr media
Við Íslendingar höfum tekið samfélagsmiðlavæðingu internetsins opnum örmum og t.a.m. eru líklega fáar þjóðir jafn mikið á Facebook og við. Gríðarlega stór hluti þjóðarinnar er með prófíl á þeim ágæta samfélagsmiðli og eflaust eru flestir þeirra einnig með prófíla á öðrum samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Youtube, Snapchat og Reddit. Þetta er sérstaklega gott að vita þegar kemur að því að selja á netinu. 
Þú getur þannig flýtt fyrir því að varan þín seljist ef þú deilir auglýsingunni þinni á samfélagsmiðlum. Við hvetjum alltaf kaupendur til að deila amk. auglýsingunni á Facebook, því þar eru gríðarlega margir notendur og jafnvel fá vini og ættingja til að deila auglýsingunni einnig. Auk þess eru til fjölmargar grúbbur á Facebook þar sem hægt er að setja inn auglýsingar og eykur það líkurnar á hraðri sölu. 
Í raun er þetta afar einfalt. Því fleiri sem sjá auglýsinguna þína, því líklegra er að vara þín seljist og að þú fáir gott verð fyrir hana. 
Ekki hika við að deila auglýsingunni þinni. Tryggðu að besta myndin af vörunni þinni fylgi með ásamt skýrum skilaboðum um vöruna. 
Við erum auk þess boðin og búin til að aðstoða þig við söluna. Settu þig í samband við okkur ef þig vantar einhverja hjálp. Símanúmerið okkar er 545-0000 og eins er hægt að senda okkur tölvupóst í netfangið [email protected]
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-Seller tip #4: Efst í leit
Fyrir viku síðan gerðum við mikla breytingu á vefnum okkar, en þá varð frítt að auglýsa í öllum flokkum. Markmið okkar er að tengja saman kaupendur og seljendur. Enn fremur viljum við tryggja að þú seljir vöruna þína á sem skemmstum tíma og erum boðin og búin til að aðstoða þig eftir bestu getu. Vissir þú að efstu auglýsingarnar í hverjum flokki eða í leitarniðurstöðum fá bæði meiri sýnileika og mikið fleiri smelli en þær sem eru á seinni síðum? Okkar reynsla er sú að þær auglýsingar sem eru í þessum efstu 5 plássum eru þær auglýsingar sem eru mest skoðaðar.
Tumblr media
Við bjóðum upp á ýmsar þjónustur og þú getur aukið sýnileika auglýsingarinnar þinnar margfalt. Það er mjög einfalt, eina sem þú þarft að gera er að fara inn í Mitt Bland og velja Auglýsingar&tilboð. Þar geturðu valið að auka sýnileika auglýsingarinnar þinnar. Við mælum eindregið með því að reyna koma auglýsingunni þinni efst í leitarvél eða uppa hana reglulega, því við vitum að það virkar.
Tumblr media
Ef þig vantar einhverja aðstoð við að gera auglýsinguna þína enn betri eða auka sýnileika hennar, ekki hika við að hafa samband við okkur. Þú gætur bæði hringt í síma 545-0000 eða sent okkur tölvupóst.
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Frítt að auglýsa!
Tumblr media
Á mánudaginn var gerðum við stórar breytingar á sölutorginu okkar. Í þó nokkurn tíma hafa verið skráningargjöld í suma flokka, en það hefur verið breytilegt um hvaða flokka hefur verið að ræða og undir það síðasta var eingöngu um farartækjaflokkinn að ræða. 
Markmið okkar er að búa til vettvang þar sem kaupendur og seljendur ná saman og viljum fyrir alla muni tryggja að þau samskipti séu í senn án nokkurra þröskulda og örugg. 
Í dag getur þú því skráð auglýsingu í hvaða flokk sem er án þess að borga fyrir það. Við munum eftir sem áður selja þjónustur, sem gera þér kleift að fá meiri sýnileika á auglýsinguna þína, og vera þér innan handar eftir fremsta megni til að tryggja að þú seljir vöruna þína fyrr. 
Auk þess setjum við engar íþyngjandi reglur um vörur auglýstar til sölu á Bland, þ.e. þér er frjálst að auglýsa vöruna þína einnig á öðrum sölusíðum eða samfélagsmiðlum á borð við Facebook og hvetjum þig í raun til þess, enda er sameiginlegt markmið okkar að þú seljir vöruna þína sem fyrst og fyrir ásættanlegt verð. Við hvetjum hins vegar seljendur til að vera heiðarlegir í auglýsingum, nota lýsandi myndir og sýna kaupendum virðingu. 
Ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með, hvort sem um ræðir sölu eða kaup, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 545-0000 eða í gegnum netfangið [email protected]
- Þorsteinn Mar 
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-Seller tip #3: Hreinskilni borgar sig
Eitt af því sem þurfum hvað oftast að fást við þegar kemur að samskiptum notenda er þegar kaupendur eru ekki alveg sáttir við ástand vöru sem þeir hafa keypt eða að ástandið er ekki eins og því var lýst í auglýsingu. Við minnum kaupendur reglulega á að undantekningalítið eru þeir að kaupa notaða vöru og því mikilvægt að skoða vöruna vel áður en kaup fara fram og aldrei greiða fyrir vöru fyrirfram. 
Við brýnum líka fyrir seljendum að heiðarleiki og hreinskilni í auglýsingum margborgar sig og eykur líkur á því að kaupendur viti að hverju þeir ganga eða við hverju megi búast þegar vara er skoðuð. Ef það er lítil rispa á gaflinum á rúminu sem þú ert að selja, er betra að taka það strax fram í auglýsingu og jafnvel birta mynd af henni, til að tryggja að hún komi ekki tilvonandi kaupendum á óvart þegar þeir koma að skoða rúmið. Þannig mælum við ekki með auglýsingum á borð við þessa. 
Tumblr media
Hreinskilni og heiðarleiki í viðskiptum margborgar sig. Kaupendur geta, að loknum viðskiptum, gefið seljendum einkunn og það hefur margsýnt sig að þeir seljendur sem eru með góða einkunn selja bæði hraðar og fá oft hærra verð fyrir vörur. 
Ef þú þarft einhverja aðstoð við að selja vörur eða búa til góða, heiðarlega lýsingu ekki hika við að heyra í okkur, við erum boðin og búin til að aðstoða þig við að gera auglýsinguna þína framúrskarandi. Símanúmer þjónustuvers er 545-0000 og netfangið bland_hjá_bland.is. 
- Þorsteinn Mar
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-Buyer tip #2: Stundaðu örugg viðskipti
Tumblr media
Öryggi í viðskiptum hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið og er það jákvætt. Við þurfum að vera meðvituð um að þó að nær allir notendur Blands eru stálheiðarlegir og gott fólk, notendur sem eru okkur mjög kærir, þá, rétt eins og í raunveruleikanum, leynast svartir sauðir inn á milli. Undanfarin ár höfum við gripið til ýmissa aðgerða til að hjálpa notendum okkar að varast svik. Í dag þurfa notendur að auðkenna sig með svipuðum hætti og hefur það vissulega haft jákvæð áhrif. Einbeittur brotavilji leiðir hins vegar oft til þess að einstaklingar finna sífellt nýjar og frumlegri leiðir til að reyna svik og pretti. Ekkert kerfi er í raun skothelt hvað þetta varðar. Þá skiptir einnig miklu máli að notendur séu vakandi og temji sér að ástunda örugga viðskiptahætti. 
Bland er það íslenska sölutorg sem krefst mestrar auðkenningar notenda, jafnvel eru öryggiskröfur okkar strangari en á Facebook, og við erum sífellt að leita leiða til að gera kerfið okkar enn öruggara. Þar hafa ábendingar notenda komið okkur að góðu gagni. Notendur ættu þó, óháð því hvort þeir stundi viðskipti sín á milli á Bland eða annars staðar, að reyna fylgja eftirfarandi:
- Ekki borga fyrir vöru óséða eða óskoðaða.  Bæði geta vörur verið í misjöfnu ástandi og hugsanlega hugnast þér ekki ástanda á vöru við skoðun og þá er auðveldara að hætta við kaup hafirðu ekki þegar greitt fyrir vöruna. Ef vara er annars staðar á landinu, þá er betra að fara fram á að varan sé send í póstkröfu, þannig færðu tækifæri á að skoða vöruna og tryggja að hún sé í raun og veru eins og var lýst í auglýsingunni. 
- Notaðu örugga greiðsluleið Á Bland er hægt að greiða með Netgíró en með því að notast við Netgíró nýtur þú kaupendatryggingar Blands. Smelltu hér til að fræðast um kaupendatrygginguna. 
- Tryggðu rekjanleika samskipta Með því að hafa öll samskipti milli þín og seljanda í tölvuformi, t.d. í gegnum skilaboðakerfi Blands er hægt að rekja öll samskipti. Það nýtist lögreglunni við rannsókn mála. 
- Ef þú ert í vafa, hafðu samband við okkur Ekki hika við að setja þig í samband við okkur ef minnsti grunur vaknar um óheiðarlega viðskiptahætti. Við erum boðin og búin til að leiðbeina þér og aðstoða eftir bestu getu og vitneskju. Að því sögðu þá höfum þó hvorki dómsvald né ákæruvald og hefur lögreglan lagt á það ríka áherslu við okkur að það sé hennar hlutverk að rannsaka mál af þessu tagi. Við erum hins vegar öll af vilja gerð til að vera henni innan handar og munum eftir sem áður eiga í góðu samstarfi við hana um rannsókn þeirra mála sem upp kunna að koma. 
Eins og áður segir þá eru nær allir notendur Blands eru gott fólk sem vill umfram allt eiga í gagnsæjum og heiðarlegum viðskiptum sín á milli. Við viljum umfram allt að þessir notendur geti selt og keypt vörur og þjónustu á sölutorginu okkar. 
- Þorsteinn Mar
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Ekki henda!
Stundum er sagt að eins dauði sé annars brauð og það á sérstaklega vel við þegar kemur að notaða dótinu okkar. Skv. þessari frétta (sjá hér) eykst hratt það rusl sem við hendum og þá sérstaklega þegar kemur að öðru en matvöru. Við viljum leggja til aðra aðferð en að henda gamla dótinu, nokkuð sem við vitum að virkar og getur fært þér meira fé í vasann en ef þú myndir bara henda því. 
Tumblr media
Flest endurnýjum við föt, raftæki, húsgögn og jafnvel farartæki, misreglulega þó. Margir átta sig á gildi þess að selja gamla bílinn og ná þannig upp í kostnaðinn við kaupin á þeim nýja, en það sama gildir um í raun allar vörur. Ertu að hugsa um að skipta út eldhúsinnréttingunni? Það kostar heilmikinn pening og í stað þess að henda þeirri gömlu, af hverju ekki að smella af nokkrum myndum og auglýsa hana á til sölu á Bland? Þar hafa eldhúsinnréttingar selst vel og sumar hverjar, sérstaklega ef þær líta vel út og eru vel farnar, hafa farið á tugi þúsunda króna. Ertu til í að henda þannig stórfé?
Gamli sófinn, sjónvarpið sem þú notar ekki lengur og safnar bara ryki í geymslunni, æfingahjólið sem þú keyptir fyrir nokkrum árum en notar ekki lengur, snjallsíminn - þú getur selt allt þetta á Bland og fengið þannig pening í stað þess að henda þessu í ruslið. 
Það er ekki bara betra fyrir veskið að selja gamla dótið á Bland og veita því þannig lengra líf, heldur er það líka umhverfisvænt. Minna rusl er betra fyrir umhverfið.
Það tekur enga stund að setja upp auglýsingu á sölutorginu okkar og enn betra, það er ókeypis í öllum flokkum, nema bílum. Ef þú vilt selja hraðar og losnar við viðkomandi vöru sem fyrst, þá getur verið sniðugt að kaupa þjónustu á auglýsinguna, þannig að fleiri sjái hana. 
Í stuttu máli, hvers vegna að henda því sem þú getur selt á Bland? Eða Gunnar á Hlíðarenda sagði: Betra er fé í vasa en rusl í haugi!  - Þorsteinn Mar
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-seller tip #2: Seldu hraðar
Á föstudaginn var hringdi í þjónustverið okkar ungur maður sem átti í vandræðum með að selja bílinn sinn. Hann sagði okkur að hann væri að hefja 2. árið í lyfjafræði og þar sem hann hefði ekki náð að vinna nóg í sumar þyrfti hann að selja bílinn sinn. Þessi ungi maður hafði því búið til auglýsingu þegar skólinn hófst en hvorki gengi löndi né strönd að selja bílinn og hann væri eiginlega orðinn úrkula vonar um að það tækist. 
Í þjónustuverinu okkar starfar Arnar, sem er algjör snillingur í að selja bíla á Bland og við gáfum þessum unga manni samband við hann. Arnar leit á auglýsinguna hjá unga manninum og sá fljótt að myndirnar mátti laga og ráðlagði honum að skella sér út og taka nokkrar góðar myndir og bæta þeim við auglýsinguna (sjáðu hér hvernig best er að nota snjallsíma til að taka myndir af vörum). 
Þegar Arnar sá að ungi maðurinn hafði uppfært myndirnar hringdi hann aftur í hann og eftir örlitlar breytingar á textanum í auglýsingunni ráðlagði Arnar unga manninum að kaupa aukinn sýnileika fyrir auglýsinguna. Arnar mælti með Vinsæla pakkanum en með honum væri auglýsingin afmörkuð og sæist þannig betur þegar notendur fletta hratt í gegnum auglýsingarnar eða leitarniðurstöðurnar hjá sér. Auk þess gæti ungi maðurinn fært auglýsinguna 10 sinnum efst á bílalistann, sem hefði undantekningalaust góð áhrif. 
Tumblr media
Þegar við komum til vinnu í morgun beið Arnars póstur frá unga manninum. Hann seldi bílinn í gær og fékk meira fyrir hann en hann hafði reiknað með. Ungi maðurinn var því eðlilega afar þakklátur. 
Ef við getum aðstoðað þig á einhvern hátt, ekki hika við að hafa samband við þjónustuver okkar, þá ýmist í síma 545-0000 eða í gegnum tölvupóst, [email protected]. Við bjóðum upp á fleiri þjónustur, eins og sjá má á myndinni, og við erum boðin og búin til að hjálpa þér að finna út hvað hentar þér best.    - Þorsteinn Mar
0 notes
blandisl · 9 years
Text
Pro-Buyer tips
Í síðustu viku fjölluðum við um hve góð mynd skiptir miklu máli í fyrsta Pro-seller tippinu. Við höfum í kjölfarið fengið mikið af tölvupóstum og óskum frá ykkur um aðstoð og fleiri góð ráð. Okkur finnst mjög gaman að heyra frá ykkur og hvernig ykkur finnst best að selja á Bland eða hvað hefur virkað vel hjá ykkur. Við erum sífellt að læra og ábendingar frá ykkur eru ákaflega hjálplegar. Endilega haldið áfram að setja ykkur í samband við okkur og við reynum að gera okkar besta til að hjálpa ykkur. 
Í morgun hringdi í þjónustuverið okkar eldri kona sem var að leita að kattarbúri. Hún var ekki alveg viss um að hvernig hún ætti að lesa úr táknunum á auglýsingum, hvað þau merkja og hvernig hún gæti komist hjá því að kaupa kattarbúrið í sekknum. Við fórum þá að velta fyrir okkur hvort það gæti verið svo um fleiri og ákváðum að setja saman nokkur góð ráð fyrir kaupendur á Bland. 
Tumblr media
Þetta merki táknar að seljandi hefur auðkennt sig á vefnum. Auðkenndir notendur hafa tengt kennitöluna sína við notendaprófílinn. Þetta var gert á sínum tíma til að auka gagnsæi í viðskiptum og auðvelda okkur að rekja viðskipti ef eitthvað misjafnt kæmi upp. Sem betur fer eru nú langflestir notenda Blands stálheiðarlegt og gott fólk. 
Tumblr media
Þessi tvö merki tengjast Netgíró. Ef seljandi tekur við greiðslum frá Netgíró og notandi borgar með þeim hætti, þá virkjast Kaupendatrygging Blands. Með Kaupendatryggingu nýtur þú sem kaupandi enn meiri verndar, t.d. ef varan sem þú varst að kaupa stenst ekki gæðakröfur eða er ekki eins og lýsingin vörunnar var, þá geturðu haft samband við okkur og við göngum í málið. Þú getur lesið meira um Kaupendatrygginguna með því að smella hér.  
Konan spurði okkur þá hvernig væri best að haga greiðslum og fá vöru afhenta. Við bentum henni á að best væri að greiða aldrei fyrir vöru fyrr en hún hefði fengið tækifæri til að skoða hana vandlega, enda væri oft um notaðar vörur að ræða. Þá væri líka sniðugt að reyna að hafa sem stærstan hluta samskipta milli hennar og seljanda á vefnum þannig að við ættum auðvelt með að rekja þau, ef svo ólíklega færi að eitthvað kæmi upp. Þá væri hentugast að gefa ekki upp símanúmer fyrr en hún og seljandi hefðu komist að samkomulagi um verð og afhendingartíma. 
Að lokum sögðum við henni að það væru upplýsingar á síðunni okkar um hvernig væri best að stunda viðskipti á Bland en hana má finna með því að smella hér. 
Jæja, þá er þessu lokið í dag. Verið endilega í sambandi við okkur ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað ykkur með, sama hve smávægilegt það kann að virðast. 
- Þorsteinn Mar
0 notes